fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Karlarnir þvoðu diskana sína upp sjálfir á Kvennafrídaginn 1975

Auður Ösp
Miðvikudaginn 24. október 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kvenfólkið úr mötuneyti Útvegsbankans fór allt í frí þann 24. Svo karlmenninir þvoðu diskana sína bara upp sjálfir.“ Þetta kom fram í frétt Vísis þann 25. október 1975. Daginn áður var tekið stór skref í jafnréttisbaráttunni, þegar fyrsti Kvennafrídagurinn fór fram og þúsundir kvenna gengu út af vinnustöðum sínum. Á meðan sinntu karlmennirnir störfum kvennanna: ritstörfum, símavörslu, móttöku og barnagæslu og hlutu sumir mikið lof fyrir.

Sjötti Kvennafrídagurinn er í dag og líkt og áður eru íslenskar konur hvattar til að leggja niður störf klukkan 14:55 til að mótmæla kynbundnum launamun og misrétti á vinnustöðum.

Dagblaðið Vísir greindi frá því sem fram fór á fyrsta Kvennafrídeginum, á því herrans ári 1975.

Ljósmynd/Tímarit.is

Blaðamaður og ljósmyndari voru staddir í miðborginni þegar útifundurinn á Lækjartorgi fór fram og tóku púlsinn á fólkinu. Heimsóttu þeir meðal annars Útvegsbankann sáluga og vakti það athygli þeirra að karlkyns starfsmenn gengu þar í störf kvennanna.

Bragi Björnsson tók til hendinni í eldhúsinu og hrósar blaðamaður honum fyrir dugnaðinn.

„Hér má sjá einn þann allra faglegasta,“ segir í texta fyrir neðan myndina.

Sumar konur ákváðu þó að sniðganga fundarhöldin og héldu störfum sínum áfram.

„Nokkrar konur voru að vinna í Landsbankanum í gær, þar sem þessi mynd var tekin.  Ein kvenna sagði þær fylgjandi baráttu fyrir jafnfrétti kynjanna en teldu aðgerðir eins og kvennafrí ekki rétt vopn í baráttunni,“

segir í grein Vísis.

Ljósmynd/Tímarit.is

Tíminn gerði Kvennfrídeginum sömuleiðis skil en í fyrirsögn blaðsins frá 26.október 1975 er Kvennafrídagurinn kallaður „dömufrí.“

„Það var algeng sjón á föstudaginn að sjá feður með börn sín á götum úti,“ ritar blaðamaður.

„Allvíða voru sjoppur opnar og þó nokkrar verzlanir og mátti sjá konur við störf sín þar eins og ekkert væri. Hvarvetna á götum úti mátti sjá karlmenn með börn í kerrum, vögnum eða á handlegg sér og víða á vinnustöðum mættu ferður með börn sín og settu upp myndarlegustu barnagæzlu á stöðunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Í gær

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram
Fréttir
Í gær

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Í gær

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina