fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Hrafn minnist Snædísar systur sinnar: „Ég man hvernig það var að taka í litlu hendina hennar“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 24. október 2018 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Enga manneskju hef ég þekkt sem var jafn örlát á sjálfa sig og Snædísi systur mína.“ Þetta ritar Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri en í opinni færslu á Facebook minnist hann systur sinnar Snædísar Gunnlaugsdóttur sem lést í fyrradag, 66 ára að aldri.

Greint er frá andláti Snædísar í Morgunblaðinu en Snædís var lögfræðingur að mennt og vann ötullega að um­hverf­is­mál­um, sér­stak­lega skóg­rækt og land­græðslu.

Snædís var búsett á Kaldbak við Húsavík. Hún eignaðist þrjú börn með fyrrum eiginmanni sínum Sigurjóni Benediktssyni: Sylgju Dögg, Hörpu Fönn og Bene­dikt Þorra. Hún starfaði hjá bæj­ar­fóg­et­an­um á Húsa­vík og sýslu­mann­in­um í Þing­eyj­ar­sýslu þar til hún stofnaði eigið fyrirtæki í ferðaþjónustu, Kaldbakskot. Auk þess að sitja í stjórnum ýmissa nefnda og félagasamtaka tók Snædís þátt í stjórnmálastarfi á áttunda og níunda áratugnum, bæði fyr­ir Alþýðubanda­lagið og óháða og fyr­ir Banda­lag jafnaðarmanna og Þjóðarflokk­inn.

Snædís Gunnlaugsdóttir.

Með glampa í augum

„Lífsgleðin ljómaði af henni. Ég var nær fjögurra ára þegar hún fæddist og man enn þegar pabbi fór með mig upp á spítala til að sjá litlu systur nýfædda. Ég man hvernig það var að taka í litlu hendina hennar. Síðan má segja að við höfum haldist í hendur og hún leiddi mig og leiðbeindi mér þegar mest á reyndi,“ skrifar Hrafn í færslu sinni. Hann lýsir systur sinni með orðunum „ósérhlífin, þolinmóð og með glampa af sínu fallega brosi í augum.“

„Hún bjó yfir slíku æðruleysi að það var sama hvað á dundi; aldrei missti hún sjónar á hvernig hægt væri að komast í gegnum erfiðleikana. Hún var sá vinur sem ég gat leitað ráða hjá og talað við af einlægni hvenær sem á þurfti að halda, og fyrir þá vináttu og hjálp er ég þakklátari en orð fái lýst.

Árið 1995 heimsótti Morgunblaðið Snædísi og þáverandi eiginmann hennar Sigurjón á heimili þeirra að Kaldabak. Ljósmynd/Tímarit.is

Þegar Aron sonur minn kom til Íslands frá Kúbu, tæpra tveggja ára, tók hún honum opnum örmum. Þegar hann var spurður á barnaheimilinu hvar hann vildi helst vera, stóð ekki á svari: hjá Snædísi. Í gegnum árin hefur hún reynst honum sem móðir. Aron fór oft að heimsækja hana til Húsavíkur – stundum einn í flugvél en aldrei hræddur vegna þess að hann vissi að Snædís beið alltaf eftir honum á flugvellinum.

Nú er mikill harmur í hjörtum okkar allra sem áttum Snædísi að.“

Að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag fer bálför fram í kyrrþey. Kveðjuhóf verður haldið að Kaldbak í maí næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Í gær

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram
Fréttir
Í gær

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Í gær

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina