fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Skallaði mann á bílastæði á Akranesi: Sagði fórnarlambið hafa dreift kjaftasögum

Auður Ösp
Miðvikudaginn 24. október 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

31 árs karlmaður hefur verið dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa veist að manni á bifreiðastæði á Akranesi í janúar 2016 og skallað hann í andlitið.

Fram kemur að árásin hafi átt sér stað á bifreiðastæði utan við lager Skagans hf. á Akranesi og að hinn dæmdi hafi veist að brotaþolanum þegar hann steig út úr bifreið sinni. Afleiðingarnar voru þær að brotaþolinn hlaut nefbrot, bólgur og mar á enni, hægra kinnbeini og gagnauga.

Við yfirheyrslu hjá lögreglu sagði árásarmaðurinn að hann hefði heyrt að brotaþolinn væri að bera það út að hann væri fíkniefnasali. Hann kvaðst hafa hitt brotaþolann þennan morgun og ákveðið að spyrja hann um þetta og segja honum að hætta að bera út um sig ósannar sögur annars myndi hann meiða hann. Sagði hann brotaþolann hafa ráðist á sig og gripið í sig.

Fyrir dómi játaði hann að hafa skallað manninn en neitaði engu að síður sök og hélt því fram að um neyðarvörn hefði verið að ræða.

Fram kemur í dómnum að óljóst sé hver hafi átt upptökin að átökunum. Jafnframt kemur fram að mikill munur sé á hæð og þyngd mannanna tveggja. Hinn dæmdi sé 120 kg og 186 cm á meðan brotaþolinn sé 163 cm og 50 kg. Dómurinn féllst því ekki á þá réttlætingu maðurinn að hann hefði verið að verja sig. Hann var því sakfelldur samkvæmt ákærunni. Auk fangelsisrefsingarinnar er honum gert að greiða málsvarnarlaun verjanda síns að upphæð rúmlega 600 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Í gær

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram
Fréttir
Í gær

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Í gær

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina