fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Alfreð: Við erum ekki orðnir ömurlegir í fótbolta – Var erfitt að horfa á vini sína brotna

Victor Pálsson
Laugardaginn 13. október 2018 18:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður, ræddi við 433.is í dag um stöðu landsliðsins og andann eftir 2-2 jafntefli við Frakkland á fimmtudag.

Ísland náði í 2-2 jafntefli á útivelli gegn heimsmeisturunum fyrir leik gegn Sviss í Þjóðadeildinni á mánudag.

,,Þessi úrslit gefa okkur aðallega trú á því að það sem við höfum verið að gera undanfarin ár og það sem við erum að gera núna er enn að virka,“ sagði Alfreð.

,,Við erum ekki orðnir ömurlegir í fótbolta þó svo við höfum tapað tveimur leikjum illa. Gagnrýnin á rétt á sér þegar frammistaðan var eins og hún er og það eru allir heiðarlegir með það.“

,,Við verðum líka að gefa nýjum þjálfara tíma, hann er að kynnast leikmönnum og hvernig týpur þetta eru. Það var leiðinlegt fyrir hann að það hafi vantað marga leikmenn í fyrstu leikina. Það voru margir að spila sína fyrstu keppnisleiki.

Ísland hefur ekki unnið keppnisleik í meira en ár og segir Alfreð að sú umræða muni aldrei hætta fyrr en sigurinn er í höfn.

,,Umræðan um að við höfum ekki unnið í ár mun halda áfram þar til við vinnum leik, það er engin spurning. Það er ekki gaman að hafa það hangandi yfir liðinu en það er staðreynd.“

,,Það eru margir leikir sem er hægt að benda á, Noregur og Gana voru tveir leikir sem við áttum klárlega að klára. Þetta er staðreynd og við þurfum að breyta þessu sem fyrst.“

Ísland tapaði 6-0 gegn Sviss í síðasta mánuði en Alfreð spilaði ekki þann leik vegna meiðsla. Hann segir að það hafi verið mjög erfitt að horfa á vini sína í tapinu.

,,Þetta var mjög erfitt, að horfa á þennan leik. Að sjá félaga sína svona, við vorum að spila mjög ólíkt hvernig við höfum spilað síðustu ár.“

,,Það var mjög erfitt að horfa á þetta, sérstaklega fyrir mig því vinir mínir og liðsfélagar voru þarna og maður gat því miður ekki hjálpað þeim. Allir voru sjokkeraðir, bæði leikmenn, stuðningsmenn og þjálfarar því við erum ekki vanir að gefast upp í svona leikjum en það gerðist því miður.“

Alfreð er vongóður um að Ísland geti enn náð fínu sæti í riðlinum þrátt fyrir tvö töp í fyrstu tveimur leikjunum.

,,Við getum ennþá náð öðru sætinu til dæmis, það er fullt að hlutum sem við getum horft á þó að það sé ekkert vandamál að mótivera okkur. Bæði það að við verðum á heimavelli og ég held að á okkar degi getum við unnið Sviss. Gott lið vissulega en þeir eru ekki ósigrandi.“

,,Að ná öðru sætinu og halda okkur í A deild væri skemmtilegt og einnig mikilvægt að komast í þennan fyrsta pott fyrir dráttinn og þá að vera með fjögur stig.“

,,Þú getur lent í erfiðum riðlum, það eru alltaf góð lið í potti þrjú og fjögur sem hafa verið í dvala og eru rönkuð lægra en þau eiga að vera og þá þarf ekki mikið að gerast.“

,,Efstu tvö sætin fara beint á EM. Síðast lentum við með fjórum liðum sem voru saman á EM. Drátturinn er aldrei góður fyrr en þú hefur unnið leikina.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að Gyokores þurfi tíma – Þurfti sjálfur fjóra til fimm leiki

Segir að Gyokores þurfi tíma – Þurfti sjálfur fjóra til fimm leiki
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Enginn virðist vilja sóknarmanninn og félagið er nálægt því að gefast upp

Enginn virðist vilja sóknarmanninn og félagið er nálægt því að gefast upp
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eze staðfestur hjá Arsenal

Eze staðfestur hjá Arsenal
433Sport
Í gær

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum
433Sport
Í gær

Amorim viðurkennir erfiðleika í samningaviðræðum við undrabarnið

Amorim viðurkennir erfiðleika í samningaviðræðum við undrabarnið
433Sport
Í gær

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Í gær

Tjáir sig um Eze: ,,Ég get ekki skrifað undir samning fyrir hönd leikmannsins“

Tjáir sig um Eze: ,,Ég get ekki skrifað undir samning fyrir hönd leikmannsins“