fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Mikil reiði hjá Real sem leggur fram kæru – Þurfti Ronaldo að þagga niður í henni?

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 11. október 2018 16:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus á Ítalíu, er á forsíðum flestra blaða í Evrópu þessa stundina.

Ronaldo er ásakaður um að hafa nauðgað fyrirsætunni Kathryn Mayorga árið 2009 eftir að þau höfðu skemmt sér á næturklúbbi.

Atvikið á að hafa átt sér stað í Las Vegas en enn sem komið er ekkert sem sannar að Ronaldo hafi gerst brotlegur.

Fyrrum félag Ronaldo, Real Madrid, hefur nú ákveðið að kæra portúgalskt blað sem fjallaði um málið.

Í grein blaðsins var talað um að Real hafi skipað Ronaldo að borga Kathryn til að þagga niður í henni á sínum tíma.

Real hafði áhyggjur af sínum nýjasta manni á þessum tíma en hann kostaði spænska liðið 80 milljónir punda árið 2009. Félagið á að hafa fengið Ronaldo til að ljúka málinu án þess að mæta fyrir dómstóla.

Real neitar þessum ásökunum og hefur ákveðið að kæra blaðið Correio da Manha í kjölfarið.

Kathryn segist sjálf hafa verið of hrædd til að fara með málið lengra á sínum tíma en ákvað nýlega að kæra Ronaldo á ný fyrir meinta nauðgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrum hetja Liverpool riftir eftir hörmulegt gengi

Fyrrum hetja Liverpool riftir eftir hörmulegt gengi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu
433Sport
Í gær

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins
433Sport
Í gær

England: Jimenez hetja Fulham

England: Jimenez hetja Fulham