fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Kristinn kennir ekki meir: „Ég er búinn að segja ykkur að ég tala ekki við ykkur“

Hjálmar Friðriksson, Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 8. október 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmenn Háskólans í Reykjavík fengu nýlega fréttabréf þar sem tilkynnt væri að lektor sem DV hefur áður fjallað um hefði hætt störfum.

Í bréfinu stendur: „Við kveðjum: Kristinn Sigurjónsson, lektor við tækni-og verkfræðideild. Við þökkum honum vel unnin störf og óskum honum alls hins besta.“ Þá hefur nafn Kristins verið fjarlægt af starfsmannalista háskólans.

Ummæli um konur á vinnustöðum

Þann 3. október fjallaði DV um mál Kristins sem kenndi kúrsa síðastliðinn vetur í raforkukerfum og kraftrafeindatækni. Á lokuðum Facebook hóp sem nefnist karlmennskan lét hann falla ummæli um kynin á vinnustöðum:

„Ég er svo hjartanlega sammála, það á að aðgreina vinnustaði karla og kvenna. Vandinn er bara að konur reyna alltaf að troða sér þar sem karlmenn vinna, og um leið og þær eru komnar inn, þá byrja þær að eyðileggja hann, því allir kalmennirnir eiga þá að fara að tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti og ef sagður en neðanbeltisbrandari, svo ég nefni ekki klámbrandari, þá er það kynferðisofbeldi.“

Svarar ekki DV

Ummælin ullu miklum úlfaþyt innan háskólans og þjóðfélaginu öllu. Degi eftir að DV birti frétt sína tilkynnti Ari Kristinn Jónsson, rektor, starfsfóki sínu að mál Kristins væri „komið í ferli.“ Í tilkynningunni stóð:

„Vegna fréttar sem birtist á vef DV í dag um skrif starfsmanns HR á Facebook vil ég taka fram að málið er komið í viðeigandi ferli innan háskólans. Ljóst er að ummælin eru í algjöru ósamræmi við siðareglur HR og stefnu í jafnréttismálum.“

DV hefur ekki vitneskju um hvort að Kristni hafi verið sagt upp eða hann hætt sjálfviljugur. Þegar hringt var í Kristinn sagðist hann ekki ætla að tala DV og skellti á. „Ég er búinn að segja ykkur að ég tala ekki við ykkur,“ segir Kristinn.

Bæði Ari rektor og Eiríkur Sigurðsson upplýsingafulltrúi voru vant við látnir á fundum í allan dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki
Fréttir
Í gær

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl
Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn