fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Hjón frá Sviss upplifðu martröð á Íslandi – „Við vorum svo hrædd í þessum aðstæðum“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 7. október 2018 09:35

Hjónin segja að mistökin hafi verið þeim að kenna en velta fyrir sér hvort merkingar mættu vera meira áberandi. Mynd: Skjáskot úr fréttum RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér brá og við vorum svo hrædd í þessum aðstæðum að við gátum ekki ekið til baka niður fjallið,“ segir Leah Meier, svissneskur ferðamaður sem er hér á landi ásamt eiginmanni sínum, Roger Meier.

Þau hjónin fengu heldur meira en þau báðu um þegar þau reyndu að komast yfir gamla fjallveginn um Oddsskarð á dögunum. Vegurinn liggur milli Eskifjarðar og Neskaupsstaðar er yfirleitt þungfær á þessum árstíma og hann var það svo sannarlega þegar þau hjónin reyndu að komast þar yfir.

Sagt var frá þessu í fréttum RÚV í gærkvöldi en þar kom fram að GPS-tæki virðast ekki hafa þær upplýsingar að Norðfjarðargöng hafi leyst göngin á Oddsskarði af hólmi.

„Við sáum báðar leiðirnar á kortinu og leiðsögutækið sagði okkur að fara upp á fjallið. Við erum frá Sviss þannig að við þekkjum göng og vildum frekar sjá útsýnið,“ sagði Roger við fréttamann RÚV á Austurlandi. Þau hjónin sáu ekki skilti sem átti að stoppa þau af og velta þau fyrir sér hvort það mætti vera stærra og meira áberandi. Þau tóku þó sérstaklega fram að þetta væri engum nema þeim að kenna.

Hjónin voru á bílaleigubíl á sumardekkjum og voru fljót að lenda í vandræðum á fjallinu.

„Við vorum næstum því runnin niður hlíðina. Ég sá hversu langt var niður og gerði mér grein fyrir því að ef við færum út af myndum við ekki lifa það af,“ sagði Leah. Þau hringdu á lögreglu sem kom til aðstoðar og þakka þau hjónin fyrir gott og vingjarnlegt viðmót.

Í frétt RÚV var einnig rætt við Theódóru Alfreðsdóttur, ferðaþjónustubónda á Skorrastað í Norðfirði, sem sagði að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem álíka atvik kemur upp. Sagði Theódóra að svissnesku hjónin „hefðu komið alveg náhvít“ til hennar eftir martröðina á fjallinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum