fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Hæstiréttur hafnaði beiðni Atla Helgasonar

Auður Ösp
Fimmtudaginn 4. október 2018 16:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Atla Helgasonar um málskotsleyfi, eftir að Landsréttur hafnaði beiðni hans um endurheimtingu á lögmannsréttindum. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Atli var dæmdur í 16 ára fangelsi árið 2001 fyrir að hafa banað Einari Erni Birgissyni. Hann var einnig sviptur málflutningsréttindum.

Í maí síðastliðnum birti DV ítarlega umfjöllun um málið. Aðstandendur Einars hafa sagt að Atli hafi aldrei sýnt minnstu iðrun. Birgir Örn Birgis faðir Einars sagði í viðtali árið 2016: „Hann hefur aldrei nokkurn tíma gert eitt eða neitt til að sýna iðrun. Mér finnst það bara vera í beinu framhaldi af því hversu útsmoginn hann var á meðan þetta var að ganga yfir.“

Óflekkað mannorð er meðal þeirra skilyrða sem fólk þarf að uppfylla til að hafa málflutningsréttindi. Atli fékk uppreist æru fyrir rúmlega tveimur árum síðan og sótti þá um að fá lögmannsréttindin á nýjan leik en féll frá kröfu sinni eftir að Lögmannafélagið skilaði inn formlegri umsögn um kröfuna og lagðist gegn henni.

Þann 17.maí síðastliðinn greindi DV frá því að  Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu Atla um að hann fengi lögmannsréttindi á nýjan leik.

Þann 21.júní síðastliðinn greindi DV síðan frá því að Landsréttur hefði synjað beiðni Atla um að endurheimta lögmannsréttindi sín. Landsréttur sneri þar með við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur.

Í kjölfarið  sótti Atli um málskotsleyfi til Hæstaréttar en sem fyrr segir var þeirri beiðni hafnað þann 10.júlí síðastliðinn. Hæstiréttur synjaði beiðni Atla þeim grundvelli að úrskurður Landsréttar er ekki kæranlegur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eze fer til Tottenham

Eze fer til Tottenham
Fréttir
Í gær

„Ég mun aldrei gleyma heiftinni sem skein úr andliti hins óþekkta fulltrúa ferðaþjónustunnar“

„Ég mun aldrei gleyma heiftinni sem skein úr andliti hins óþekkta fulltrúa ferðaþjónustunnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Styttist í leiðtogafundinn í Alaska – Verður samið um eftirgjöf á landi?

Styttist í leiðtogafundinn í Alaska – Verður samið um eftirgjöf á landi?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“