Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af fjórum mönnum vegna máls sem hún hefur til meðferðar, og eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglustöðina á Hverfisgötu í Reykjavík í síma 444 1000.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
„Ef einhverjir þekkja til mannanna, eða vita hvar þá er að finna, eru hinir sömu einnig beðnir um að hringja í lögregluna, en upplýsingum má jafnframt koma á framfæri í tölvupósti á netfangið adalsteinna@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.“