fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Guðmundur: Þetta rataði ekki í fréttirnar eftir hrun – „Eitthvað það magnaðasta sem ég varð vitni að“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. október 2018 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef einhverjir eiga inni sturlað djamm um helgina, þá eru það þið,“ segir Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi þingmaður, í grein sinni í Fréttablaðinu í dag.

Í greininni víkur Guðmundur orðum sínum að því að brátt verða liðin tíu ár frá hruninu og veltir því fyrir sér hvað skuli gera í tilefni þessara tímamóta. 6. október er næsta laugardag, en þá verður liðinn nákvæmlega áratugur frá frægri ræðu Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, þar sem hann bað Guð að blessa Ísland.

Sorgardagur?

„Hvernig á maður að haga sér á 10 ára afmæli efnahagshrunsins á Íslandi?,“ segir Guðmundur sem segir að þetta þurfi að ræða. Eigum við að fagna þessum tímamótum eða verður þetta alltaf svartur dagur í sögu þjóðarinnar.

„Er 6. október sorgardagur? Á maður að vera í svörtu? Dó eitthvað sem við syrgjum nú? Syrgjum við samfélagið, stemminguna, skuldum drifna góðærið og gullpastað? Það er engin ástæða til að gera lítið úr viðburðunum. Þeir voru án fordæma. Stærðin var gígantísk. Fólk missti vinnu. Fólk missti fé. Allt bankakerfið hrundi. Fólk hrundi. En til að setja hlutina í samhengi, þá finnst mér þessum viðburðum einna best lýst með hinum ódauðlegu orðum sem skrifuð voru á mótmælaspjald sem rataði á fræga fréttaljósmynd: Helvítis fokking fokk. Það er það sem gerðist. Það fór allt í kúk. Ég held að það sé mjög nauðsynlegt að reyna að líta slíkan skítastorm réttum augum. Þjóðarmorð eiga sér stað í veröldinni. Skelfilegar náttúruhamfarir líka, hér á landi og annars staðar. Fólk deyr. Stríðsátök þurrka út heilu borgirnar. Hungur herjar á heilu samfélögin. Börn deyja. Íslendingar, hins vegar, misstu peningana sína. Sem þeir áttu aldrei.“

Fólkið sem lítið fór fyrir

Guðmundur rifjar svo upp að stór hópur fólks hafi unnið sannkallað kraftaverk eftir hrunið, starfsfólk stjórnarráðsins. Á dögunum var greint frá því árshátíð stjórnarráðsins, sem fara átti fram þann 6. október næstkomandi, hefði verið frestað vegna afskipta ráðherra. Þótti óheppilegt að árshátíðin færi fram þennan dag og fór svo að henni var frestað fram á vor. Guðmundur segir að starfsfólk stjórnarráðsins eigi það svo sannarlega skilið að djamma á laugardag.

„Eitthvað það magnaðasta sem ég varð vitni að í eftirleik hrunsins, þegar ég sat á þingi, var hin þrotlausa og ósérhlífna vinna starfsfólks stjórnarráðsins, dag og nótt, við að endurreisa Ísland. Verkefnin voru gríðarleg. Það þurfti sterk bein og taugar. Ísland var í raun gjaldþrota. Það þurfti að endurreisa efnahaginn, fyrirtækin, heimilin, orðsporið. Alls konar fólk, í alls konar stöðum, lagði allt í sölurnar. Vinna þess rataði sjaldnast í fréttirnar, en það sem það gerði, það tókst. Það tókst að endurreisa efnahag þjóðarinnar. Til eru útreikningar sem sýna að þjóðarbúið beið á endanum engan fjárhagslegan skaða af hruninu. Það er ótrúlega magnað. Klikkað. Ekki það að nokkur hafi spurt mig, en ég sjálfur ætla ekki að djamma á laugardaginn. Í ljósi sögunnar, atburðanna og í krafti löngunar til þess að gleðin sigri reiðina skora ég hins vegar á starfsfólk stjórnarráðsins að sletta ærlega úr klaufunum, þótt það verði ekki árshátíð. Ef einhverjir eiga inni sturlað djamm um helgina, þá eru það þið.“

Grein Guðmundar í Fréttablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“