fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Lögreglan átti í höggi við búðaþjófa

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 29. september 2018 07:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laust eftir klukkan fimm í gær voru tveir menn handteknir grunaðir um þjófnað úr verslun í póstnúmeri 104. Starfsfólk verslunarinnar hafði reynt að hefta för mannanna en þeir náðu að yfirgefa vettvang í bíl sem lögregla stöðvaði skömmu síðar. Mennirnir voru vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu og látnir lausir að lokinni skýrslutöku.

Þetta kemur fram í dagbóklögreglunnar ásamt þessu:

Rétt eftir klukkan sex var tilkynnt um þjófnað úr skóverslun í Miðborginni. Þjófurinn komst undan en skildi síma sinn eftir á vettvangi. Gerandinn er þekktur hjá lögreglu og verður rætt við hann síðar.

Um kvöldmatarleytið í gærkvöld var tilkynnt um umferðarslys í miðbænum í Reykjavík. Árekstur tveggja bíla og er talið að tjónvaldur hafi ekið á móti rauðu ljósi. Einn farþegi var fluttur á slysadeild en er ekki vitað um meiðsli hans en þau talin vera minniháttar. Báðir bílarnir voru fjarlægðir með dráttarbíl af vettvangi.

Einnig segir í dagbókinni töluvert frá meintum ölvunarakstri og akstri undir áhrifum fíkniefna og stöðvaði lögreglan marga ökumenn vegna gruns um slíkt í gærkvöld og nótt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“