fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024

Lagði rakvélina á hilluna: „Ég er hætt að fela mig“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 20. september 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumar konur sem þjást af fjölblöðrueggjastokka heilkenni (PCOS) upplifa einkenni eins og óreglulegar blæðingar, þyngdaraukningu og aukinn hárvöxtur. Margar konur sem upplifa þennan aukna hárvöxt reyna allt til þess að losna við hárin með því að raka þau, plokka, vaxa eða að fara í laser aðgerð. Allar þessar aðgerðir eru bæði tímafrekar og kosta mikinn pening.

Jessica hætti að raka sig fyrir tæplega ári síðan

Jessica Moore er ein þeirra kvenna sem þjáist af PCOS og hefur hún upplifað mikinn hárvöxt í andliti. Eyddi hún miklum tíma í það að raka á sér andlitið í hverri einustu viku. Það var ekki fyrr en hún fór að fylgjast með annarri konu, Rose Geil, sem þjáist af sama sjúkdómi og Jessica þegar hún ákvað að leggja rakvélarnar á hilluna.

„Ég sá hvað hún var sjálfsörugg með útlit sitt og virkilega hamingjusöm og það hvatti mig áfram. Mig langaði til þess að líða þannig líka. Að hætta að raka mig hefur sparað mér helling af peningum og tíma og ég er hætt að skera mig og fá sár í andlitið,“ segir Jessica í viðtali við Metro.

Eiginmaðurinn hætti að raka sig til að styðja hana

Jessica hætti að raka sig í desember á síðasta ári og eiginmaður hennar Francis lagði rakvél sína einnig á hilluna á sama tíma til þess að styðja við eiginkonu sína.

„Hann hafði verið að segja mér að hætta að raka mig heillengi en það tók mig langan tíma að hlusta á hann. Hann lætur skeggið sitt vaxa núna til þess að styðja mig.“

Þrátt fyrir að Jessicu hafi stunduð langað til þess að byrja að raka sig aftur þá segir hún að sjálfstraust hennar hafi farið vaxandi með tímanum.

„Það er mikil samfélagsleg pressa á konur um að raka af sér líkamshárin en það þarf ekki að vera svona. Til allra þeirra kvenna úti sem eru að velta því fyrir sér hvort þær eiga að hætta að raka sig þá segi ég bara prófaðu að stíga út fyrir þægindaramman þinn. Hugmyndin er miklu hræðilegri heldur en það að framkvæma hana. Ég hef fengið furðuleg neikvæð viðbrögð síðan ég hætti að raka mig eins og þegar fjölskyldumeðlimir hafa rétt mér rakvélar og spurt mig hvenær ég ætla að byrja að raka mig aftur, en ég ætla ekkert að gera það. Mér líður mikið betur núna og ég hugsa nánast aldrei um skeggið mitt. Ég er hætt að fela mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þrjú lið í London hafa boðið Silva samning

Þrjú lið í London hafa boðið Silva samning
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Beckham að rifna úr stolti – Sjáðu færsluna sem hann birti

Beckham að rifna úr stolti – Sjáðu færsluna sem hann birti
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.