fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Bacharach minnist dóttur sinnar

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 6. október 2016 08:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Burt Bacharach er höfundur kvikmyndatónlistarinnar í Po, en myndin fjallar um samband föður og einhverfs barns hans. Bacharach samdi einnig lagið Dancing With Your Shadow fyrir myndina og er það sungið af Sheryl Crow. Þetta telst til tíðinda því þetta er fyrsta kvikmyndatónlist Bacharachs í 17 ár. Leikstjóri Po, John Asher, hafði samband við Bacharach og vildi fá að nota hið fræga lag hans Close to You í myndinni. Efni myndarinnar, samband föður og einhverfs barns, höfðaði mjög til Bacharachs en dóttir hans og leikkonunnar Angie Dickinson, Nikki, var einhverf. Nikki fyrirfór sér árið 2007, fertug að aldri. Bacharach fór þess á leit við leikstjórann að hann fengi að gera tónlist við myndina og semja sömuleiðis lag fyrir hana og vildi þannig heiðra minningu dóttur sinnar. Leikstjórinn var meira en fús til að verða við þessari beiðni tónskáldsins.

Bacharach er orðinn 88 ára gamall. Hann hefur sex sinnum hlotið Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína og þrisvar sinnum fengið Óskarsverðlaunin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Sjáðu myndbandið

Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Sjáðu myndbandið
Fókus
Í gær

Grátbað um að leika ekki í þessu atriði í One Tree Hill

Grátbað um að leika ekki í þessu atriði í One Tree Hill
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eitt dularfyllsta sakamál síðari ára – Hvað gerðist í lyftunni?

Eitt dularfyllsta sakamál síðari ára – Hvað gerðist í lyftunni?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna