fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fókus

Bacharach minnist dóttur sinnar

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 6. október 2016 08:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Burt Bacharach er höfundur kvikmyndatónlistarinnar í Po, en myndin fjallar um samband föður og einhverfs barns hans. Bacharach samdi einnig lagið Dancing With Your Shadow fyrir myndina og er það sungið af Sheryl Crow. Þetta telst til tíðinda því þetta er fyrsta kvikmyndatónlist Bacharachs í 17 ár. Leikstjóri Po, John Asher, hafði samband við Bacharach og vildi fá að nota hið fræga lag hans Close to You í myndinni. Efni myndarinnar, samband föður og einhverfs barns, höfðaði mjög til Bacharachs en dóttir hans og leikkonunnar Angie Dickinson, Nikki, var einhverf. Nikki fyrirfór sér árið 2007, fertug að aldri. Bacharach fór þess á leit við leikstjórann að hann fengi að gera tónlist við myndina og semja sömuleiðis lag fyrir hana og vildi þannig heiðra minningu dóttur sinnar. Leikstjórinn var meira en fús til að verða við þessari beiðni tónskáldsins.

Bacharach er orðinn 88 ára gamall. Hann hefur sex sinnum hlotið Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína og þrisvar sinnum fengið Óskarsverðlaunin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan veldur fjaðrafoki með grein um mömmuhóp þekktra kvenna

Leikkonan veldur fjaðrafoki með grein um mömmuhóp þekktra kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jakob Bjarnar sendir Eiríki Rögnvalds væna pillu: „Ég held að hann sé fórnarlamb like-menningar“

Jakob Bjarnar sendir Eiríki Rögnvalds væna pillu: „Ég held að hann sé fórnarlamb like-menningar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“