fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Ásthildur er reið og vill fara í fangelsi – „Hirðið af henni heimilið og lífsstarfið“

Auður Ösp
Mánudaginn 17. september 2018 10:28

Ljósmynd/Skjáskot af Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í 10 ár hef ég ekki getað um frjálst höfuð strokið, eða gert áætlanir til framtíðar og nú vil ég klára málið og fara í fangelsi,“ segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir  kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Ásthildur framdi að eigin sögn þann stóra „glæp“ að taka ólögmætt gengistryggt lán, eins og mörg þúsundir aðrir Íslendingar á sínum tíma.

Ásthildur sér nú fram á að vera refsað fyrir „glæpinn“ sem hún framdi: það á að hirða af henni allar eigur hennar.

Í pistli sem birtist á vef Kvennablaðsins segist Ásthildur að eftir að hafa gengið með ökklaband í tíu ár þá vilji hún að sitt mál verði tekið fyrir hjá dómstólum. Hún vill fá sömu meðferð og hinir svokölluðu útrásarvíkingar.

„Guð forði mér frá því að hljóma eins og ég sé öfundsjúk, því auðvitað voru mín afbrot alvarlegri en afbrot þessara björtu víkinga. Ég lét blekkjast og tók lán sem svo reyndist vera ólögmætt. Það hljóta allir að sjá hve mikið verri mín afbrot eru.“

Ásthildur bendir á að það borgi sig sjaldnast að kvarta og vera með „vesen“ eða yfirhöfuð reyna að standa vörð um réttindi sín.

„Ég biðst því innilega afsökunar á því að hafa ekki verið þæg og hlýðin og tilbúin til samstarfs þegar ég átti að afhenda heimilið fyrir að hafa látið blekkjast.“

Sek um að vera fórnarlamb fjármálglæps

Ásthildur kveðst þó ekki vita almennilega í hverju „brot“ hennar felast eða hvernig það eigi að vera hægt að sanna „sekt“ hennar:

„Mér finnst eins og það þurfi að dæma mig seka fyrir eitthvað til að það sé hægt að dæma mig til þungrar refsingar. Ég er nefnilega komin ansi langt í ferlinu „hirðið af henni heimilið og lífsstarfið“ og það er eitthvað sem truflar mig virkilega við þetta. Ég hef nefnilega aldrei verið dæmd. Mér hefur ekki einu sinni verið sagt í hverju brot mín felast, öðru en því að hafa orðið fórnarlamb fjármálaglæps og hafa barist á móti því að vera refsað.“

„Gallinn við mitt mál er að það er „einkamál“ en ekki „sakamál“. Það er víst mjög sniðugt að þetta sé einkamál af því það einfaldar málin svo mikið. Í einkamáli þarf nefnilega engan dómstól því í einkamálum máttu í raun ekki mótmæla neinu, það er a.m.k. aldrei tekið mark á því. Það sem „ákærendur“ þínir segja er „rétt“ og þeir þurfa aldrei að sanna réttmæti krafna sinna alveg sama hvað þú segir.“

Hún nefnir sem dæmi að ef hún hefði framið hrottalegt morð hefði hún aldrei fengið þyngri dóm en 16 ára fangelsi og ef hún hefði rænt banka að innan hefði hún sennilega sloppið því ekki hefði verið hægt að sanna neitt á hana.

„Hrunið sem ekki mátti persónugera hefur hins vegar verið rækilega persónugert í fórnarlömbum þess. Fólkinu sem trúði því að bankarnir væru vel reknir og að á Íslandi giltu lög og mannréttindi og að dómstólar færu ekki í manngreinarálit í dómum sínum eða dæmdu eftir hagamunum hinna fjársterku,“

ritar Ásthildur um leið og hún krefst þess að fá sinn „dag“ fyrir rétti.

„Ég vil að „glæpir“ mínir séu sannaðir fyrir dómi þar sem allur sá umtalsverði vafi sem er fyrir hendi verði reiknaður mér í hag, en ekki þeim sem brutu á mér. Aðeins þannig er jafnræði tryggt.“

Þá segir hún að endingu:

„Ég neita að láta fórna mér ásamt þúsundum annarra á altari bankanna fyrir þá ómennsku stjórnmálamanna að geta ekki horfst í augu við eigin sök! Ykkar er skömmin og hún er mikil!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húseigandi amast við rekstri tjaldsvæðis – Segir það valda tjóni á eign og leigjendum sínum ónæði

Húseigandi amast við rekstri tjaldsvæðis – Segir það valda tjóni á eign og leigjendum sínum ónæði
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar virðast hafa hakkað sig inn í bandarískar tölvur sem innihalda viðkvæm dómskjöl

Rússar virðast hafa hakkað sig inn í bandarískar tölvur sem innihalda viðkvæm dómskjöl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“