fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
433Sport

Plús og mínus – ,,Skil það vel að hann hafi brjálast“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 16. september 2018 18:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur vann sterkan sigur í Pepsi-deild karla í kvöld er liðið fékk ÍBV í heimsókn í 20. umferð sumarsins.

Valur lenti óvænt undir í fyrri hálfleik er Atli Arnarson kom boltanum í netið fyrir ÍBV og staðan 1-0 í leikhléi.

Valsmenn tóku hins vegar öll völd á vellinum í síðari hálfleik og skoruðu fimm mörk og unnu 5-1 sigur.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Þvílík endurkoma, Valsmenn! Fjögur mörk á tíu mínútum er virkilega vel gert. Tóku öll völd á vellinum.

Patrick Pedersen er orðinn markahæsti leikmaður deildarinnar með 16 mörk.. Hann gerði þrennu í dag.

ÍBV spilaði vel í fyrri hálfleik og fá hrós fyrir það. Það er hins vegar annað mál hvernig liðið mætti til leiks í þeim síðari.

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, hefur verið öskuillur í leikhléi, ég trúi ekki öðru. Það skilaði sér.

Í síðari hálfleik sást hversu gott fótboltalið Vals er. Þeir spiluðu eins og sigurinn hafi aldrei verið í hættu.

Mínus:

Ég skil það vel að Kristján Guðmundsson hafi brjálast á hliðarlínunni eftir þriðja mark Vals. Var gríðarlega óánægður með sína menn.

Andlega hliðin hjá ÍBV getur ekki verið svona veik. Þeir opnuðu sig alveg eftir fyrsta markið og leyfðu Val að gera allt mögulegt á vellinum.

Dion Acoff er flottur leikmaður en úff hvað hann þarf að æfa sig fyrir framan markið. Fékk bestu færi Vals í fyrri hálfleik en klikkaði oft.

ÍBV hefur aðeins skorað 22 mörk í sumar, það er of lítið miðað við gæðin sem þeir eru með. Til samanburðar hafa Valsmenn skorað 45 mörk.

Kristján öskraði á Sindra Snæ Magnússon, fyrirliða, eftir að sá síðarnefndi var tekinn af velli. Ástríðan er svo sannarlega til staðar en eitthvað fór úrskeiðis í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Reynsluboltarnir munu framlengja við Real Madrid

Reynsluboltarnir munu framlengja við Real Madrid
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Auddi talar vel um Gregg Ryder og vonast til að hann rétti skútuna af

Auddi talar vel um Gregg Ryder og vonast til að hann rétti skútuna af
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Maguire heimtar breytingar – Á VAR að virka svona?

Maguire heimtar breytingar – Á VAR að virka svona?
433FókusSport
Fyrir 11 klukkutímum

Liverpool, Arsenal eða United? – Þetta eru liðin sem forsetaframbjóðendurnir halda með í enska og íslenska boltanum

Liverpool, Arsenal eða United? – Þetta eru liðin sem forsetaframbjóðendurnir halda með í enska og íslenska boltanum
433Sport
Í gær

Lengjudeildin: Njarðvík enn með fullt hús stiga – Leiknir vann gegn ÍR

Lengjudeildin: Njarðvík enn með fullt hús stiga – Leiknir vann gegn ÍR
433Sport
Í gær

„Ég held að það sé miklu skemmtilegra að vera að þjálfa á góðum launum í Köben en að vera aðstoðarþjálfari hér“

„Ég held að það sé miklu skemmtilegra að vera að þjálfa á góðum launum í Köben en að vera aðstoðarþjálfari hér“