fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Vopnað rán í Tryggvagötu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 15. september 2018 07:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upp úr klukkan ellefu í gærkvöld var tilkynnt um rán í Tryggvagötu í Reykjavík. Ungum manni var ógnað með hnífi og hann krafinn um peninga og síma. Gerendur eru sagðir vera tveir menn sem náðu að hlaupa á brott með þýfið. Málið er í rannsókn.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Það segir einnig frá atviki í Mosfellsbæ sem dró dilk á eftir sér. Tilkynnt var um partýhávaða í húsi um hálftvöleytið. Tveir menn voru handteknir á vettvangi, annar er eftirlýstur fyrir brot á skilorði en hinn fór ekki að fyrirmælum lögreglu á vettvangi. Mennirnir voru vistaðir fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu.

Allmargir ökumenn voru stöðvaðir í nótt á höfuðborgarsvæðinu grunaðir um ölvun eða að vera undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns