fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

34 fengu matareitrun í brúðkaupsveislu: Lambið líklega sökudólgurinn – Rannsókn lokið

Líklega mengað af eiturefnum

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 13. október 2016 19:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum ótrúlega reið og sár. Ég eiginlega get ekki lýst því hvað ég er eyðilögð yfir þessu. Að þetta skuli gerast á þessum stærsta degi í lífi okkar. Það mun aldrei vera hægt að bæta okkur þetta upp,“ sagði Sigurbjörg Dís Konráðsdóttir í samtali við DV í sumar eftir að fjöldi gesta í veislu hennar og eiginmannsins veiktust hastarlega. Sóttvarnarlæknir rannsakaði málið og birti niðurstöðu á heimasíðu Landlæknis. Telur sóttvarnalæknir að 34 gestir hafi fengið matareitrun frekar en matarsýkingu. Fréttatíminn vakti fyrsti athygli á niðurstöðunni.

Sagði Sigurbjörg að stór hluti gesta neyddist til að yfirgefa samkvæmið vegna veikinda í maga sem þau hjón vildu meina að mætti rekja beint til matarins. Eigandi veisluþjónustunnar Magnús Ingi Magnússon eigandi veisluþjónustunnar Mínir Menn vísaði ásökunum alfarið á bug, kenndi áfengisneyslu um og talaði um fjárkúgun.

„Ég vil ítreka það að það stóðst allt sem ég lofaði,“ sagði Magnús, betur þekktur sem Texas-Maggi.

Kaldur matur

Í frétt DV sagði Sigurbjörg og eiginmaður hennar, Jón Haukur Ólafsson frá því að þau haldið 60 manns veislu í samkomuhúsi í Sandgerði. Gleðin var mikil á stóra deginum en svo byrjaði fólk að veikjast. Sagði Sigurbjörg að maturinn sem veisluþjónustan framreiddi í veislunni hafa verið bæði kaldur og ólystugur, en boðið var upp á súpu, kalkún, hamborgarhrygg, lambalæri og meðlæti.

„Enginn matur var á hita og var súpan ísköld. Kalkúnninn var skorpinn og þurr og það sama var með hamborgarhrygginn. Þá var ekkert lambalæri heldur lambabógur sem var líka skraufþurr og þá voru kartöflurnar ískaldar og áferðin eins og á forsoðnum karöflum sem fást í næstu Bónus verslun.“

Sigurbjörg sagði að það hefði tekið hálftíma fyrir fyrstu gesti að byrja að tínast í burtu stuttu eftir aðalréttinn.

„Ég tók ekki eftir þessu strax, ekki fyrr en að mamma mín kom til mín og sagði mér að maturinn væri skelfilegur og að fullt af fólki væri að fara. Tengdaforeldrar mínir þurftu að hlaupa út og gátu ekki einu sinni kvatt okkur. Amma mannsins míns var fyrst til að fara, hún varð fárveik og kastaði upp hvað eftir annað inni á salerni samkomuhússins.“

Kenndi Sigurbjörg og aðrir gestir lambinu um. Sagði hún að þau hjónin og þeir fáu gestir sem voru eftir í veislunni hafi harkað að sér og þegar plötusnúðurinn byrjaði að spila hafi 10 til 15 manns verið eftir.

Magnús Ingi ósáttur

Í samtali við DV sagði Magnús Ingi um málið:

„Ég er búin að senda mat í veislur í yfir 35 ár og hef alltaf gert það eins; af mínum mesta mætti. Ég gaf þeim extra góðan díl og gerði vel við þau og maturinn var allur kláraður. Fólk hældi matnum á staðnum. Ég vil ítreka það að það stóðst allt sem ég lofaði.“

„Það var ekki eingöngu matur þarna frá mér. Þau voru líka með smárétti sem þau komu sjálf með eða fengu frá annarri veisluþjónustu. Þannig að það er ekki hægt að vita hvað olli veikindunum. Svo lýsir matareitrun sér nú líka þannig að það veikjast allir, ekki bara einhverjar 10, 15 manneskjur eins og þarna.“

Þau báðu um að fá þetta endurgreitt. Þetta eru bara fjárkúganir. Og ef ég hlýddi ekki þessu þá myndu þau gera allt vitlaust og brjálað, eins og þau eru búin að gera.

Niðurstaða sóttvarnarlæknis

„Brúðkaupsveisla var haldin í Sandgerði í júlí á síðastliðnu sumri sem 60 manns sóttu, en stór hluti þeirra veiktist með magaverkjum, uppköstum og í sumum tilfellum niðurgangi. Maturinn sem borinn var á borð í veislunni var lagaður í veitingahúsi í Reykjavík og fluttur til Sandgerðis í hitakössum með ófullnægjandi hætti að mati Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur,“

Segir á heimasíðu Landlæknis. Sóttvarnalæknir gerði tilfellaviðmiðunarrannsókn með það fyrir augum að finna hvaða matvæli brúðkaupsveislunnar gætu tengst veikindunum. Náðist samband við 45 gesti og af þeim höfðu 34 veikst.

„Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að marktæk tengsl væru við neyslu lambakjöts (líkindahlutfall 35 og öryggisbil 2,9–364) og neyslu súpu (líkindahlutfall 16,4 og öryggisbil 1,2–219) í veislunni.“

Sé tekið mið af einkennum brúðkaupsgesta sem veiktust og tímasetningu eftir neyslu var niðurstaðan sú að líklegast var um að ræða matareitrun fremur en matarsýkingu.

„Þegar rannsóknin fór fram var búið að farga öllum matvælunum nema súpunni. Rannsókn á súpunni leiddi ekki í ljós orsakavaldinn, en líklegast er að lambakjötið hafi verið mengað af eiturefnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik