fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Eyjan

Frjálsi mótmælir málflutningi Ragnars Þórs: Segir samanburðinn villandi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 7. september 2018 19:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frjálsi lífeyrissjóðinn hefur sent frá sér athugasemd við frétt Eyjunnar um gagnrýni Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á ávöxtun Frjálsa lífeyrissjóðsins. Ragnar gaf í skyn að Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefði stundað blekkingar við miðlun upplýsingar um ávöxtun sjóðsins, og að sjóðurinn hafi undanfarið skilað lakari ávöxtun en Almenni lífeyrissjóðurinn. Sjá nánar hér.

Frjálsi lífeyrissjóðurinn segir Ragnar Þór beita villandi samanburði og hafnar samanburði hans í eftirfarandi tilkynningu:

„Frjálsi lífeyrissjóðurinn hafnar villandi samanburði Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns Verslunarmannafélags Reykjavíkur á ávöxtun lífeyrissjóða sem er birtur á vef DV í dag.

Ragnar heldur því fram að Frjálsi lífeyrissjóðurinn hafi skilað lakari ávöxtun á sl. 3 árum en Almenni lífeyrissjóðurinn. Þetta er rangt hvort sem horft er til samtryggingardeildar eða sjóðsins í heild (samtrygging og séreign samanlagt).

Ragnar tekur ekki tillit til þess að samtryggingardeild Frjálsa lífeyrissjóðsins gerir skuldabréf að hluta upp á kaupkröfu en Almenni lífeyrissjóðurinn á markaðskröfu.

Samkvæmt úttekt ráðgjafafyrirtækisins Analytica er raunávöxtun samtryggingadeildar Frjálsa sl. 3 ár reiknuð á markaðskröfu 5,20% (ekki 3,96%) eftir kostnað á móti 4,77% hjá Almenna. Þá skilaði Frjálsi í heild 4,43% ávöxtun á sama tímabili á móti 4,02% hjá Almenna. Frjálsi hafnar jafnframt umfjöllun Ragnars um rekstarkostnað sjóðsins og vísast til fréttar á vef sjóðsins frá því í gær.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“