fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fréttir

Gómaður með fulla innkaupakerru af verkfærum

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. september 2018 11:46

Lögreglumaður að störfum Myndin tengist fréttinni ekki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í morgun karlmann vegna gruns um að vera með þýfi meðferðis. Í skeyti lögreglu kemur fram að maðurinn hafi verið með fulla innkaupakerru af verkfærum. Maðurinn var í annarlegu ástandi sökum fíkniefnaneyslu og var hann vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann.

Tilkynnt var um tvö innbrot í bíla í morgun, í báðum tilfellum var farið inn í bíla í miðborginni. Þá var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Hafnarfirði í morgun og þjófnað úr verslun í bænum.

Loks var tilkynnt um umferðaróhapp á Reykjanesbraut við Sprengisand klukkan rétt rúmlega sjö í morgun en þar hafði bifreið lent aftan á annarri bifreið. Var önnur bifreiðin óökuhæf þannig að flytja þurfti hana af vettvangi með dráttarbifreið. Sem betur fer urðu engin slys á fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússneskir herbloggarar eru áhyggjufullir vegna fundar Trump og Pútíns

Rússneskir herbloggarar eru áhyggjufullir vegna fundar Trump og Pútíns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vara við flóðahættu nærri fyrirhuguðu fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ

Vara við flóðahættu nærri fyrirhuguðu fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ