fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Guðmundur Ingi með hreint sakavottorð þrátt fyrir þunga dóma

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. september 2018 04:40

Guðmundur Ingi Þóroddsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Þóroddsson hefur hlotið þunga fangelsisdóma í gegnum tíðina en hann hefur verið meira og minna í fangelsi í tæplega 20 ár. Frá aldamótum hefur hann hlotið þrjá þunga dóma vegna brota á fíkniefnalöggjöfinni. Það kom honum því mjög á óvart þegar hann sótti sakavottorð sitt nýlega að ekkert brot er skráð í það.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Í samtali við blaðið gantaðist Guðmundur með að hann hafi verið að hugsa um að fara beint niður í Fangelsismálastofnun og krefjast þess að vera látinn laus eins og skot. Guðmundur hefur búið á áfangaheimilinu Vernd frá í apríl og á eftir að vera þar í 11 mánuði áður en hann lýkur afplánun sinni undir rafrænu eftirliti.

Það er því ekki að furða að Guðmundi hafi brugðið í brún þegar hann fékk sakavottorðið afhent og á því stóð: „Ekkert brot“.

Hann vakti sjálfur athygli á þessu á Facebooksíðu sinni. Ljóst er að eitthvað hefur farið úrskeiðis við skráningar í sakaskrána því samkvæmt reglum ríkissaksóknara á að færa brot gegn almennum hegningarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni á sakaskrá fólks. Ef meira en fimm ár eru liðin frá dómsuppkvaðningu eða frá því að dómþoli var látinn laus á ekki að tilgreina dóma. Guðmundur ætti því ekki að vera með hreint sakavottorð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Í gær

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Í gær

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin
Fréttir
Í gær

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“