fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

Móðir John McCain syrgir son sinn

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. ágúst 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski stjórnmálamaðurinn John McCain lést sem kunnugt er um helgina, 81 árs að aldri. McCain hafði barist við heilaæxli en ákvað fyrir skemmstu að hætta allri meðferð við sjúkdómnum illvíga.

McCain lætur eftir sig sjö börn auk eiginkonunnar Cindy en það sem kannski færri vita er að McCain átti móður á lífi, þrátt fyrir að vera kominn sjálfur á níræðisaldur.

Roberta McCain er 106 ára gömul og enn í fullu fjöri, ef svo má segja. Hún var til dæmis vel meðvituð um alvarleg veikindi sonar síns og meðvituð um að hann væri hættur í meðferð við meininu.

Roberta og John voru náin og studdi hún son sinn í pólitískri baráttu hans. Hún hélt til dæmis ræðu árið 2008, þegar John var í baráttu um forsetastólinn við Barack Obama, þar sem hún hvatti fólk til að kjósa son sinn. Þá var Roberta 96 ára.

John McCain naut mikillar virðingar hjá stórum hópi fólks, ekki síst vegna staðfestu sinnar við að fylgja eigin sannfæringu. Hann hefur ekki legið á skoðunum sínum um Donald Trump Bandaríkjaforseta til dæmis.

Áður en pólitískur ferill hans fór af stað var hann stríðsfangi í fimm og hálft ár í Víetnam en hann var tekinn höndum eftir að flugvél hans var skotin niður

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hundur skilinn eftir einn dögum saman – Nágrannar tóku málin í sínar hendur

Hundur skilinn eftir einn dögum saman – Nágrannar tóku málin í sínar hendur
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lést á Oasis tónleikunum á Wembley

Maðurinn sem lést á Oasis tónleikunum á Wembley
Fréttir
Í gær

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“
Fréttir
Í gær

Kona sökuð um hafa neytt ketamíni ofan í mann og misþyrmt honum hrottalega – „Með mexíkóskan pottrétt í andlitinu“

Kona sökuð um hafa neytt ketamíni ofan í mann og misþyrmt honum hrottalega – „Með mexíkóskan pottrétt í andlitinu“
Fréttir
Í gær

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þeir sem eru sem lengst sokknir í Woke hugmyndafræðina eru mjög hrokafullir en sjá það ekki sjálfir“

„Þeir sem eru sem lengst sokknir í Woke hugmyndafræðina eru mjög hrokafullir en sjá það ekki sjálfir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir að pressa Trump á Rússland geti endað með hótunum um heimsstyrjöld

Sérfræðingur segir að pressa Trump á Rússland geti endað með hótunum um heimsstyrjöld