fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fréttir

Biskup bregst við umfjöllun DV um mál séra Þóris: Kirkjan getur ekki leyft sér að stinga höfðinu í sandinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 25. ágúst 2018 01:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er vandasamt að ræða og fjalla um erfið og viðkvæm mál, ekki síst kynferðisbrot. Kirkjan getur ekki, frekar en nokkur annar, leyft sér að stinga höfðinu í sandinn og það er afar mikilvægt að hún reyni stöðugt að bæta viðbrögð sín og spyrji sjálfa sig áleitinna spurninga,“ skrifar Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands í tilkynningu sem birt er á Facebook-síðu biskupsembættisins í dag. Þar bregst hún við umfjöllun DV um mál séra Þóris Stephensen sem viðurkenndi kynferðisbrot gegn barni sem átti sér stað er hann var ungur. Engu að síður veitti kirkjan honum vettvang til predikana eftir játninguna og hann tók þátt í athöfnum kirkjunnar.

Séra Agnes skrifar:

„DV gerir í dag að umfjöllunarefni mál frá miðri síðustu öld, þar sem ungur maður braut kynferðislega gegn barni. Atvikið varð ekki opinbert á sínum tíma, en markaði djúp spor í sál þolandans. Gerandinn varð síðar prestur og starfaði fyrir kirkjuna í áratugi. Fyrir fáeinum árum – eftir að maðurinn lét af preststörfum – leitaði þolandinn til fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota og óskaði eftir hjálp við að græða sárið sem ekki hafði lokast á rúmum 60 árum. Fagráðið tók beiðni þolandans vel, enda er það ófrávíkjanleg regla okkar að veita þolendum alla þá aðstoð sem þeir óska eftir.

Í umfjöllun sinni gagnrýnir DV, að kirkjan hafi ekki tekið fastar á þessu gamla máli. M.a. er gagnrýnt að gerandinn skuli ekki útskúfaður úr kirkjulegu starfi, að honum sé boðið að mæta til viðburða sem allir fyrrverandi prestar eru boðnir til o.s.frv. Slíka gagnrýni tökum við til okkar.“

 

Yfirlýsinguna má lesa í heild hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Meint laundóttir Pútín lætur hann heyra það – „Eyðilagði líf mitt“

Meint laundóttir Pútín lætur hann heyra það – „Eyðilagði líf mitt“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kona sökuð um hafa neytt ketamíni ofan í mann og misþyrmt honum hrottalega – „Með mexíkóskan pottrétt í andlitinu“

Kona sökuð um hafa neytt ketamíni ofan í mann og misþyrmt honum hrottalega – „Með mexíkóskan pottrétt í andlitinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rökrætt um svefnfrið á tjaldsvæðum – „Það er nú einu sinni verslunarmannahelgi“

Rökrætt um svefnfrið á tjaldsvæðum – „Það er nú einu sinni verslunarmannahelgi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur segist hafa reynt að gleyma Kárahnjúkum – „Impregilo vissi nákvæmlega hvað þeir voru að gera – spara peninga“

Íslendingur segist hafa reynt að gleyma Kárahnjúkum – „Impregilo vissi nákvæmlega hvað þeir voru að gera – spara peninga“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Viðar hugsi – „Ég reyni að láta hamaganginn í þeim sem óttast inngöngu í ESB ekki raska ró minni“

Jón Viðar hugsi – „Ég reyni að láta hamaganginn í þeim sem óttast inngöngu í ESB ekki raska ró minni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“