fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

Stórfelldur utanvegaakstur á Breiðamerkursandi: Margra vikna starf landvarða eyðilagt

Auður Ösp
Miðvikudaginn 22. ágúst 2018 15:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðfylgjandi myndskeið sýnir alvarlegasta tilvikið af utanvegaakstri sem upp hefur komið á Breiðamerkursandi nú í sumar. Stórt svæði var eyðilagt í einni svipan og er öll vinna landvarða við að afmá utanvegarakstursför á svæðinu farin fyrir fyrir bí.Með náinni samvinnu ferðaþjónustuaðila, landvarða og lögreglu náðust ökumennirnir en ljóst er að endurbætur munu taka mörg ár.

Mestu skemmdirnar voru á um 6 hektara svæði, þar sem mátti sjá djúp för í grónum mel þar sem keyrt var þvers og kruss.

Greint er frá þessu á facebooksíðu Vatnajökulsþjóðgarðs. Atvikið átti sér stað þann 19.ágúst síðastliðinn og var það leiðsögumaður sem tilkynnti það til starfsmanna.

Var lýst eftir ökutækjum sem sáust á vettvangi og kom það sér þá vel að leiðsögumaðurinn hafði tekið mynd af þeim í athöfnum sínum. Náðust ökumennirnir norðan Vatnajökuls, en því miður ekki fyrr en þeir höfðu valdið skemmdum á um 6 hektara svæði þar.

Við Jökulsárlón eru förin að mestu í sandi sem sjór gegnur þó ekki upp á nema í mestu óveðrum. Þau för sem í sandinum liggja munu ekki lagast af náttúrunnar hendi fyrr en að vetri loknum. Þangað til munu þau einnig valda auknu sandfoki. Það sem er þó verra er að förin liggja í slaufum upp sandölduna og um hálfgróinn mel. Munu landverðir reyna sitt besta við að laga þau för sem þangað ná, en engu að síður munu þau sjást um ókomin ár.

Í heildina ná utanvegarakstursförin 1,3 km í beinni loftlínu út frá vel afmörkuðu bílastæðinu, sem sýnir einbeittan brotavilja ökumannanna. Ökumennirnir hafa þó ekið mun lengra en 2,6 km utanvegar þar sem inni í þeirri tölu eru til að mynda ekki allar þær slaufur sem þeim fannst nauðsynlegt að aka.

Fram kemur að landverðir séu engu að síður ánægður að afmörkun bílastæðisins, sem unnin hefur verið í sumar, er að skila sér í færri utanvegarakstursmálum og förum á þessu tiltekna stað innan svæðisins. Þá er því fagnað að ökumennirnir muni þurfa að svara fyrir brot sín.

https://www.facebook.com/1376364962496528/videos/1971866816205065/?hc_ref=ARRSZHj2Zjt75cxYPRWZRS4ni8m6OzQc6oWCR3TkG8NCY_CNqSD8aOW6lHcbRDFkaaE&fref=nf&__xts__[0]=68.ARBxD3MnzH5NfbIVxVR_eL1ktXDvHdYHae2eRMcJB6NDC3jFvx_oOtnfAmTWIY5xEfBgZLEochfrIjgtvsKxHqy7EwuMY4kAourCzNnc34ytMPO2cs047GkGUfFDroewTKuwqEZtc3rX&__tn__=kCH-R

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Finna ekki mann sem hélt framhjá eiginkonu sinni – Vill hann afskráðan sem barnsföður sinn

Finna ekki mann sem hélt framhjá eiginkonu sinni – Vill hann afskráðan sem barnsföður sinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“