fbpx
Miðvikudagur 28.maí 2025
Fréttir

Axel ákærður: „Kjaftasögurnar eru partur af Akureyri en ég læt slíkt ekki bíta á mig“

Óðinn Svan Óðinsson
Þriðjudaginn 21. ágúst 2018 11:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært athafnamanninn Axel Axelsson, eiganda útvarpsstöðvarinnar Útvarp Akureyri fyrir fjárdrátt og meiriháttar brot á bókhaldslögum. Rúv greindi fyrst frá en Axel er gefið að sök að hafa dregið sér tæpar hundrað milljónir króna úr rekstri fasteignafyrirtækja í hans eigu. Meint brot Axels áttu sér stað á árunum 2014 til 2017.

Fram kom í frétt Rúv um málið að ákæran á hendur Axel hafi verið gefin út í apríl. Þar kemur fram að hann hafi dregið sér fé úr fasteignafyrirtækjum í hans eigu upp á alls tæpar 97 milljónir króna á þriggja ára tímabili, 2014 til 2017. Axel millifærið af reikningum fyrirtækjanna í alls 370 millifærslum en færsrlunar voru frá 5.000 krónum upp í 20 milljónir í senn.

Ráðstafaði peningum fyrir fasteign sem hann seldi til eigin nota

Þá er Axel ákærður fyrir að hafa sem löggildur fasteignasali ráðstafað 33 milljónum sem greiddir voru fyrir fasteign sem hann hafði til sölu. Peningana notaði Axel til eigin nota. Axel er einnig ákærður fyrir meiriháttar brot á bókhaldslögum með því að hafa trassað að færa lögboðið bókhald og varðveita bókhaldsgögn vegna reksturs fasteignafélags síns, rekstrarárin 2014 og 2015. Seljandi hússins gerði einkaréttakröfu og vill að Axel verði dæmdur til að greiða honum rúmar fimm milljónir.

Sagðist eiga auðvelt með að hrífa fólk

Axel fluttist aftur norður á Akureyri fyrir örfáum árum en þann 1. desember á síðasta árið stofnaði hann útvarpsstöðina Útvarp Akureyri. Þá rak Axel einnig stórt hótel í miðbæ Akureyrar en stöðin var sett á laggirnar árið 2017 og opnaði eiginkona hans tískuvöruverslun í sama húsnæði. Axel er reyndur útvarpsmaður og starfaði meðal annars um tíma á FM957, Hljóðbylgjunni, Létt Bylgjunni, RÚV, Matthildi og Íslensku stöðinni þar sem hann stjórnaði einnig sjónvarpsþætti. 

Í  viðtali við Indíönu Ásu Hreinsdóttur sem birtist í DV í lok árs 2017. Þar sagðist hann eiga mjög auðvelt með að hrífa fólk með sér. Þar kom fram að hann hefði sagt skilið við fasteignabransann og ákveðið að snúa aftur í útvarpið. Þar var ekki greint frá því að Axel væri grunaður um meiriháttar brot í starfi sínu sem fasteignasali og því hætt að starfa á þeim vettvangi. Þá tjáði Axel sig um sáran föðurmissi og ást á Bandaríkjunum þar sem hann gæti hugsað sér að búa. Axel sagði:

„Ég var sannspár og spáði Trump sigri þótt enginn annar hafi búist við því. Trump er ekki gallalaus maður og ég er enginn sérstakur aðdáandi hans en samt sem áður held ég að það hafi verið nauðsynlegt að fá mann eins og hann til valda – mann sem heldur í grunngildin. Ég vona allavega að hann eigi eftir að koma á óvart en kannski er hann bara sá gallagripur sem margir segja.“

Kjaftasögur bíta ekki

Þá tjáði Axel sig einnig um kjaftasögur á Akureyri. Kvaðst hann ekki láta þær hafa áhrif á sig.

 „Kjaftasögurnar eru partur af Akureyri en ég læt slíkt ekki bíta á mig. Sögurnar geta orðið svæsnar en þá eru þær bara meira spennandi. Ef ekki eru sagðar um mann sögur er maður ekki að gera neitt sem skiptir máli,“ sagði Axel brosandi í viðtali og játaði því aðspurður að hann væri mögulega það sem kallast frumkvöðull. „Ég á auðvelt með að hrífa fólk með og vera í því hlutverki að leiða fólk áfram að ákveðinni sýn. Aðgerðaleysi er það versta sem ég veit. Ég verð helst að vera á undan öðrum og jafnvel á undan sjálfum mér. Ég get nefnilega verið fljótfær og er líka stundum óöruggur þótt ég láti ekki bera á því. Það er þessi efi um hvort ég sé að gera rétt. En það er kannski líka kostur – að efast stundum um það sem maður er að gera.“

Ekki náðist í Axel við vinnslu fréttarinnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kona á sextugsaldri handtekin með tug milljóna króna virði af kannabis eftir flug frá Íslandi

Kona á sextugsaldri handtekin með tug milljóna króna virði af kannabis eftir flug frá Íslandi
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lítill hluti nemenda uppvís af því að reyna að senda miða á milli borða

Lítill hluti nemenda uppvís af því að reyna að senda miða á milli borða
Fréttir
Í gær

Þrettán ára stúlka bjargaði sér frá árásarmanni með jiu-jitsu brögðum – Ökklabraut óbermið

Þrettán ára stúlka bjargaði sér frá árásarmanni með jiu-jitsu brögðum – Ökklabraut óbermið
Fréttir
Í gær

Svikakvendi handtekið í Aþenu – Fatlaðir ferðalangar urðu strandaglópar á Íslandi – „Þetta var mjög freistandi“

Svikakvendi handtekið í Aþenu – Fatlaðir ferðalangar urðu strandaglópar á Íslandi – „Þetta var mjög freistandi“
Fréttir
Í gær

Saka Festi um brot á sátt við Samkeppniseftirlitið og krefjast þess að fyrirtækið verið brotið upp

Saka Festi um brot á sátt við Samkeppniseftirlitið og krefjast þess að fyrirtækið verið brotið upp
Fréttir
Í gær

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt
Fréttir
Í gær

Birta sex sögur af „svörtum sauðum“ hjá hinu opinbera sem allir fengu milljónir í skaðabætur

Birta sex sögur af „svörtum sauðum“ hjá hinu opinbera sem allir fengu milljónir í skaðabætur
Fréttir
Í gær

Tapsár sósíalisti tók ísskápinn sem hann gaf flokknum tilbaka eftir að hans fólk tapaði kosningunum

Tapsár sósíalisti tók ísskápinn sem hann gaf flokknum tilbaka eftir að hans fólk tapaði kosningunum