fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Texas Maggi um matareitrunarmálið: „Ég er sáttur“

Auður Ösp
Föstudaginn 21. október 2016 11:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það eina sem ég hef um þetta að segja er að það hefur náðst sátt og ég er sáttur. Annars bara „no comment“,“ segir Magnús Ingi Magnússon, betur þekktur sem Maggi á Texasborgurum í samtali við blaðamann DV.

DV greindi frá því í sumar að stór hluti gesta í brúðkaupsveislu Sigurbjargar Dísar Konráðsdóttur og eiginmanns hennur hefðu veikst hastarlega og taldi Sigurbjörg víst að um væri að ræða matareitrun vegna veitinganna, sem komu frá veislu þjónustu Magnúsar Inga, Mínir Menn. Sátt hefur nú náðst í málinu líkt og greinir frá á mbl.is

„Við erum ótrúlega reið og sár. Ég eiginlega get ekki lýst því hvað ég er eyðilögð yfir þessu. Að þetta skuli gerast á þessum stærsta degi í lífi okkar. Það mun aldrei vera hægt að bæta okkur þetta upp,“ sagði Sigurbjörg Dís í samtali við DV í sumar en stór hluti gestanna í brúðkaupsveislu hennar og eiginmanns hennar Jóns Hauks Ólafsonar þurftu að yfirgefa samkvæmið vegna veikinda í maga. Sagði Sigurbjörg að það hefði tekið hálftíma fyrir fyrstu gesti að byrja að tínast í burtu stuttu eftir aðalréttinn.

Á meðan vísaði Magnús Ingi ásökunum alfarið á bug, kenndi áfengisneyslu um og talaði um fjárkúgun.

„Ég vil endilega ítrekað það að þetta er allt saman með ólíkindum,“ sagði hann meðal annars í samtali við blaðamann en málið rataði á borð Sóttvarnarlæknis auk þess sem það var tilkynnt til Matvælastofnunar.

Þá greindi DV frá því fyrr í mánuðinumað samkvæmt niðurstöðu Sóttvarnarlæknis var maturinn sem borinn var á borð í veislunni var lagaður í veitingahúsi í Reykjavík og fluttur til Sandgerðis í hitakössum með ófullnægjandi hætti að mati Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Náðist samband við 45 gesti og af þeim höfðu 34 veikst af matareitrun. Talið var líklegast er að lambakjötið hefði verið mengað af eiturefnum.“

Fegin að málinu sé lokið

„Við erum bara ánægð með að þessu sé lokið,“ sagði Sigurbjörg Dís í samtali við blaðamann nú í morgun en hún kvaðst ekki vilja tjá sig nánar um efni sáttarinnar. „Málinu lauk bara með sáttum á báða vegu og við ætlum ekkert að fara út í það neitt frekar,“ sagði hún jafnframt en hún kvaðst fullviss um að þær umræður sem málið vakti hafi haft áhrif. „Þetta mál hefur legið þungt á okkur svo við erum bara fegin að því sé lokið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik