Miðjumaðurinn Max Meyer skrifaði undir samning við Crystal Palace í gær en hann kemur til liðsins á frjálsri sölu.
Meyer yfirgaf lið Schalke fyrr á þessu ári og var orðaður við stórlið en hann vildi alltof há laun.
Samkvæmt enskum miðlum mun Meyer fá 170 þúsund pund á viku hjá Palace og er lang launahæsti leikmaður liðsins.
Christian Benteke var launahæstur í liði Palace en hann fær 115 þúsund pund í vikulaun.
Meyer er að fá sömu laun og þeir Pierre Emerick Aubameyang og Henrikh Mkhitaryan hjá Arsenal.
Það er því mikil pressa á stráknum að standa sig en hann er aðeins 22 ára gamall og á að baki fjóra landsleiki fyrir Þýskaland.