fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Fréttir

Starfsmaður dvalarheimilis á Akranesi stal morfínskyldum lyfjum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. ágúst 2018 08:15

Morfíntafla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmaður á dvalarheimili á Akranesi varð uppvís að því að stela morfínskyldum lyfjum. Umræddur starfsmaður hefur látið af störfum vegna málsins og hefur málið verið tilkynnt til Landlæknisembættisins.

Þetta staðfestir Kjartan Kjartansson, framkvæmdastjóri Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi, þar sem málið kom upp, í samtali við Fréttablaðið í dag.

Að sögn Kjartans komst málið upp við reglulegt eftirlit í nýliðnum júlímánuði þegar misræmi kom í ljós. Starfsmaðurinn sem um ræðir var þá í sumarleyfi en viðurkenndi þjófnaðinn þegar hann sneri aftur til vinnu.

Ekki var um verulegt magn að ræða og segir Kjartan við Fréttablaðið að það líti út fyrir að um einangrað tilvik hafi verið að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hannes ósáttur við vinnubrögð lögreglu eftir að rithöfundur braust inn til hans og stal af honum tölvu – „Allt málið var fáránlegt“

Hannes ósáttur við vinnubrögð lögreglu eftir að rithöfundur braust inn til hans og stal af honum tölvu – „Allt málið var fáránlegt“
Fréttir
Í gær

Bergþór barmar sér yfir fagnaðarlátum stjórnarliða – „„High five“ virtist gefið á línuna“

Bergþór barmar sér yfir fagnaðarlátum stjórnarliða – „„High five“ virtist gefið á línuna“