fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Rúnar: Samskiptin eru á íslensku í vörninni sem er jákvætt

Victor Pálsson
Mánudaginn 30. júlí 2018 21:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var sáttur með sína menn í kvöld eftir 2-0 baráttusigur gegn Grindavík.

Staðan var lengi markalaus á KR-velli en heimamenn gerðu út um leikinn með tveimur mörkum undir lokin.

,,Þetta var erfiður leikur, þetta er frábært Grindavíkurlið og þeir verjast mjög vel og eru mjög góðir í fótbolta þegar þeir spila,“ sagði Rúnar við Stöð 2 Sport.

,,Við vorum þolinmóðir og sýndum aga. Við vörðumst vel þegar við þurftm að verjast og svo opnar Óskar leikinn beint úr aukaspyrnu eins og í síðustu viku. Það er mikilvægt að hafa svona vopn þó það hafi ekki verið geggjað fast skot eins og síðast.“

,,Við erum sáttir með stígandann í okkar leik, við höfum nú unnið þrjá leiki í röð. Þeir hafa trú á því að þeir séu góðir í fótbolta en við förum ekki fram úr okkur. Við erum enn að berjast um Evrópusæti og eigum enn eitthvað í land til að ná toppliðunum.“

Rúnar var svo spurður út í varnarmanninn Albert Watson sem var á bekknum annan leikinn í röð.

,,Ég spilaði bara sama byrjunarliðinu og í síðustu viku, hann var tæpur í þeim leik og var á bekknum.“

,,Það hefur myndast áhugi á honum og við höfum fengið nokkur símtöl. Hann hefur staðið sig vel í sumar og er okkar leikmaður.“

,,Öll samskiptin eru þó núna á íslensku í vörninni sem er jákvætt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

England: Manchester City í engum vandræðum

England: Manchester City í engum vandræðum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu skelfileg mistök Raya gegn Tottenham

Sjáðu skelfileg mistök Raya gegn Tottenham
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sambandið hangir á bláþræði eftir framhjáhaldið: Stórstjarnan gæti fengið óþarfa athygli í sumar – ,,Hefur áhrif á mig á börnin“

Sambandið hangir á bláþræði eftir framhjáhaldið: Stórstjarnan gæti fengið óþarfa athygli í sumar – ,,Hefur áhrif á mig á börnin“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Í gær

Fullkominn arftaki Klopp á Anfield

Fullkominn arftaki Klopp á Anfield
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“