fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
433Sport

Rúnar: Samskiptin eru á íslensku í vörninni sem er jákvætt

Victor Pálsson
Mánudaginn 30. júlí 2018 21:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var sáttur með sína menn í kvöld eftir 2-0 baráttusigur gegn Grindavík.

Staðan var lengi markalaus á KR-velli en heimamenn gerðu út um leikinn með tveimur mörkum undir lokin.

,,Þetta var erfiður leikur, þetta er frábært Grindavíkurlið og þeir verjast mjög vel og eru mjög góðir í fótbolta þegar þeir spila,“ sagði Rúnar við Stöð 2 Sport.

,,Við vorum þolinmóðir og sýndum aga. Við vörðumst vel þegar við þurftm að verjast og svo opnar Óskar leikinn beint úr aukaspyrnu eins og í síðustu viku. Það er mikilvægt að hafa svona vopn þó það hafi ekki verið geggjað fast skot eins og síðast.“

,,Við erum sáttir með stígandann í okkar leik, við höfum nú unnið þrjá leiki í röð. Þeir hafa trú á því að þeir séu góðir í fótbolta en við förum ekki fram úr okkur. Við erum enn að berjast um Evrópusæti og eigum enn eitthvað í land til að ná toppliðunum.“

Rúnar var svo spurður út í varnarmanninn Albert Watson sem var á bekknum annan leikinn í röð.

,,Ég spilaði bara sama byrjunarliðinu og í síðustu viku, hann var tæpur í þeim leik og var á bekknum.“

,,Það hefur myndast áhugi á honum og við höfum fengið nokkur símtöl. Hann hefur staðið sig vel í sumar og er okkar leikmaður.“

,,Öll samskiptin eru þó núna á íslensku í vörninni sem er jákvætt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Snýr aftur til að þakka stuðningsmönnum eftir baráttu við andleg veikindi

Snýr aftur til að þakka stuðningsmönnum eftir baráttu við andleg veikindi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar
433Sport
Í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær
433Sport
Í gær

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“
433Sport
Í gær

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins
433Sport
Í gær

Kristján biður guð um að blessa öll íslensk lið nema eitt

Kristján biður guð um að blessa öll íslensk lið nema eitt