KR vann sterkan sigur í Pepsi-deild karla í kvöld er liðið fékk Grindavík í heimsókn en bæði lið eru í baráttu um Evrópusæti.
Það stefndir allt í markalaust jafntefli alveg þar til undir lok leiksins er heimamenn tóku við sér.
Óskar Örn Hauksson kom KR yfir beint úr aukaspyrnu á 82. mínútu leiksins og lagði svo upp annað á Björgvin Stefánsson stuttu síðar og lokastaðan 2-0 fyrir þeim svarthvítu.
Keflavík tapaði enn einum leiknum í sumar er liðið fékk Breiðablik í heimsókn.
Þeir Gísli Eyjólfsson og Thomas Mikkelsen gerðu mörk Blika í 3-1 sigri. Hólmar Örn Rúnarsson skoraði mark Keflvíkinga úr víti.
Íslandsmeistarar Vals náðu þá ekki að taka þriggja stiga forystu á toppnum er liðið heimsótti Fylki. Ekkert mark var skorað í Árbænum í markalausu jafntefli.
Robbie Crawford tryggði FH mikilvægan sigur á sama tíma gegn Fjölni en mark Robbie kom strax á fyrstu mínútu.
KR 2-0 Grindavík
1-0 Óskar Örn Hauksson(82′)
2-0 Björgvin Stefánsson(88′)
Keflavík 1-3 Breiðablik
0-1 Gísli Eyjólfsson(55′)
0-2 Thomas Mikkelsen(61′)
1-2 Hólmar Örn Rúnarsson(víti, 82′)
1-3 Thomas Mikkelsen(víti, 92′)
Fylkir 0-0 Valur
FH 1-0 Fjölnir
1-0 Robbie Crawford(1′)