Jose Mourinho, stjóri Manchester United, hefur staðfest það að Nemanja Matic muni missa af byrjun næsta tímabils.
Mourinho staðfesti þetta í gær eftir 4-1 tap sinna manna gegn Liverpool í æfingaleik í Bandaríkjunum.
Mourinho greindi ekki frá því hvað væri að Matic en hann fór í aðgerð í Bandaríkjunum á dögunum.
Þetta er áfall fyrir Rauðu Djöflana en þeir Antonio Valencia og Diogo Dalot munu einnig missa af fyrstu leikjum liðsins.
Matic kom til United meiddur eftir HM í Rússlandi en hann náði ekki að jafna sig af meiðslunum í sumarfríinu.