fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fókus

Fallið snýr aftur

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 28. september 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýningar á þriðju þáttaröðinni af Fallinu (The Fall) hefjast í Bretlandi seinna í þessum mánuði. Íslenskir sjónvarpsáhorfendur ættu að muna eftir þáttunum en þar lék Gillian Anderson lögreglukonuna Stellu sem eltist við raðmorðingja sem Jamie Dornan lék. Raðmorðinginn, Paul Spector, var í hjónabandi og átti eina dóttur en í frístundum myrti hann konur á hrottafenginn hátt. Síðustu þáttaröð lauk með því að hann var skotinn og svo virtist sem hann hefði látist í örmum Stellu. Það hlýtur að hafa verið blekking því erfitt væri að halda þræði í þriðju þáttaröðinni án hans.

Jamie Dornan, sem sýndi mikil tilþrif í hlutverki raðmorðingjans, hefur síðan öðlast frægð fyrir túlkun sína á Christian Grey í Fimmtíu gráum skuggum. Hann segir að þátttaka sín í Fallinu hafi verið sinn leiklistarskóli og Gillian Anderson er sömuleiðis ánægð og segir að hlutverk Stellu sé uppáhaldssjónvarpshlutverk sitt, ásamt hlutverki Blanche í Sporvagninum Girnd.

Þættirnir fengu mikið áhorf og lof gagnrýnenda, þótt einstaka raddir hafi kvartað undan ofbeldisatriðunum sem sýna morð á konum. Gillian Anderson segir þá gagnrýni byggða á misskilningi; leikstjóri og handritshöfundur þáttanna sé að sýna hversu illa sé farið með konur í þessum heimi. Hún bætir svo snaggaralega við að þeim sem líki ekki við þættina þurfi ekki að horfa á þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan veldur fjaðrafoki með grein um mömmuhóp þekktra kvenna

Leikkonan veldur fjaðrafoki með grein um mömmuhóp þekktra kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jakob Bjarnar sendir Eiríki Rögnvalds væna pillu: „Ég held að hann sé fórnarlamb like-menningar“

Jakob Bjarnar sendir Eiríki Rögnvalds væna pillu: „Ég held að hann sé fórnarlamb like-menningar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“