fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
433Sport

Klopp ekki búinn að fyrirgefa Ramos og lætur hann heyra það: Miskunnarlaust og gróft

Victor Pálsson
Föstudaginn 27. júlí 2018 21:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur tjáð sig um brot Sergio Ramos á Mohamed Salah í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fór fram í maí.

Salah meiddist illa á öxl eftir brot Ramos í leiknum sem var spilaður fyrir 63 dögum en Real hafði að lokum betur 3-1 og fagnaði sigri í keppninni þriðja árið í röð.

Ramos fékk mikið af skilaboðum eftir brotið á Salah og hefur Klopp nú látið Spánverjann heyra það.

,,Erum við að opna þessa flösku aftur? Ég hef horft á þetta aftur auðvitað,“ sagði Klopp.

,,Það var einhver sem sýndi mér þetta strax en ef þú horfir á þetta og ert ekki hliðhollur Real Madrid þá er þetta miskunnarlaust og gróft. Þú hugsar ekki ‘Wow! Þetta var góð tækling’. Þetta var miskunnarlaust.“

,,Ég held að Mo hefði ekki alltaf meiðst í þessari stöðu en í þetta skiptið var hann óheppinn.“

,,Ramos sagði mikið af hlutum sem mér líkaði ekki við. Ég var ekki hrifinn af hans viðbrögðum.“

,,Hann lét svona ‘Og hvað? Hvað vilja þeir frá mér, þetta er eðlilegt’. Nei þetta var ekki eðlilegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Simons orðaður við Chelsea

Simons orðaður við Chelsea
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Valdimar Þór hefur áhuga á því að fara til Vals – Víkingur hefur hafnað tveimur tilboðum

Valdimar Þór hefur áhuga á því að fara til Vals – Víkingur hefur hafnað tveimur tilboðum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hafnaði 6-7 stærri liðum fyrir utandeildina

Hafnaði 6-7 stærri liðum fyrir utandeildina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Með leikmann í sama gæðaflokki og Hazard

Með leikmann í sama gæðaflokki og Hazard
433Sport
Í gær

Besta deildin: Þrjú lið á toppnum með 30 stig eftir sigur Vals í Víkinni

Besta deildin: Þrjú lið á toppnum með 30 stig eftir sigur Vals í Víkinni
433Sport
Í gær

Napoli virðist ætla að vinna kapphlaupið við United

Napoli virðist ætla að vinna kapphlaupið við United