Arnar Már Guðjónsson, leikmaður ÍA, skoraði stórbrotið mark í kvöld er liðið vann Þór í Inkasso-deildinni.
ÍA vann stórsigur á Þór í toppslag deildarinnar í kvöld en þeir gulu höfðu betur með fimm mörkum gegn engu.
Arnar Már átti góðan leik fyrir ÍA í kvöld og skoraði þriðja mark liðsins í sigrinum.
Mark Arnars var ótrúlegt en hann þrumaði boltanum í netið úr aukaspyrnu fyrir aftan miðju!
Sjón er sögu ríkari en mark hans má sjá hér.
64′ Arnar Már Guðjónsson (3-0) #fotboltinet pic.twitter.com/4MjgXbmL5d
— ÍA TV (@ia_sjonvarp) 27 July 2018