Paul Pogba, leikmaður Manchester United, er staddur í fríi þessa stundina eftir keppni á HM í Rússlandi.
Pogba stóð sig afar vel í síðustu leikjum Frakklands í mótinu en eins og allir vita fagnaði liði sigri eftir sigur á Króötum í úrslitum.
Pogba fær því lengra frí en margir aðrir leikmenn United en hann spilaði mjög mikið fyrir landslið sitt í sumar.
Pogba er staddur í Bandaríkjunum með vinum sínum þessa stundina áður en hann snýr aftur til æfinga.
Frakkinn var myndaður í Los Angeles í dag en athygli vekur að hann klæddist treyju Paulo Dybala.
Pogba ákvað að skella sér út í argentínsku landsliðstreyjunni en hann treyjan er númer 21 sem Dybala notast við.
Pogba og Dybala eru góðir vinir en þeir voru á sínum tíma saman hjá Juventus áður en sá fyrrnefndi fór til Englands.