Það er mikið rætt um hvaða leikmaður gæti tekið við af Cristiano Ronaldo í sumar sem fór til Juventus á Ítalíu.
Real Madrid skoðar í kringum sig þessa stundina en nokkrir leikmenn hafa verið orðaðir við félagið.
Eden Hazard, Neymar, Kylian Mbappe og Edinson Cavani eru á meðal þeirra sem koma til greina á Santiago Bernabeu.
Stuðningsmenn Real vilja þó sjá annan mann koma inn en það er framherji Tottenham, Harry Kane.
Um 200 þúsund stuðningsmenn Real tóku þátt í skoðannakönnun Marca þar sem þeir völdu arftaka Ronaldo.
Kane var efstur í kosningunum með 26 prósent atkvæða en þar á eftir komu Cavani og Mauro Icardi hjá Inter Milan.
Mariano Diaz, leikmaður Lyon komst einnig á blað sem og Robert Lewandowski, framherji Bayern Munchen.