Jose Mourinho, stjóri Manchester United, sagði það á dögunum að pressan væri á Liverpool að vinna titil á næstu leiktíð eftir kaup liðsins í sumarglugganum.
Mourinho þekkir það vel að vinna bikara og að eyða í leikmenn og segir hann að Liverpool þurfi nú að skila titlum.
Klopp sagðist á sínum tíma ekki hafa áhuga á að eyða miklu í leikmenn en hefur nú styrkt hóð Liverpool verulega.
Portúgalanum fannst þau ummæli fyndin og er Klopp glaður að hann hafi fengið Mourinho til að brosa.
,,Já Mourinho er að spila smá hugarleiki en það er allt í lagi,“ sagði Klopp við Sky Sports.
,,Ég heyrði það að hafi sagt að ég væri fyndinn og eitt af mínum stærstu markmiðum lífsins er að láta Jose brosa!“
,,Það gerist ekki allt of oft og ef það gerist útaf Liverpool þá vel gert!“
,,Ég sagði nokkra hluti. Ég man ekki nákvæmlega hvað ég sagði en ég veit hvað ég talaði um varðandi kaupin á Pogba.“