Barcelona á Spáni hefur mikið verið orðað við hinn 21 árs gamla Frenkie de Jong sem spilar með Ajax í Hollandi.
De Jong er talinn gríðarlegt efni en hann stóð sig afar vel með hollenska liðinu á síðustu leiktíð.
De Jong er sjálfur orðinn þreyttur á þessum orðrómum þó að honum hafi fundist þetta fyndið í fyrstu.
,,Það er ennþá verið að tala um möguleg félagaskipti. Ég sé þetta í fréttum og allir eru að segja eitthvað við mig,“ sagði De Jong.
,,Fyrst var þetta svolítið fyndið en eftir smá tíma hugsaði ég með mér hvort þetta myndi einhvern tímann hætta. Annars hefur sumarið verið eðlilegt.“