Santa Coloma 1-0 Valur
1-0 Marc Rebes(72′)
Valur spilaði leik við lið Santa Coloma frá Andorra í kvöld en liðin áttust við í Evrópudeildinni.
Valur var fyrirfram talið sigurstranglegra liðið en deildarkeppnin í Andorra er ekki næstum eins sterk og hér heima.
Valur tapaði þó leik kvöldsins óvænt en aðeins eitt mark var skorað og það gerðu heimamenn í Santa Coloma.
Marc Rebes skoraði eina mark leiksins á 72. mínútu leiksins og tryggði liðinu sigur í viðureigninni.