Antonio Valencia, leikmaður Manchester United, mun missa af byrjun ensku úrvalsdeildarinnar vegna meiðsla.
Þetta staðfesti Jose Mourinho, stjóri United í dag en Valencia meiddist á dögunum í leik gegn San Jose Earthquakes.
Valencia er að glíma við meiðsli í kálfa og verður ekki klár er United hefur tímabilið gegn Leicester City í byrjun næsta mánaðar.
United er í Bandaríkjunum í æfingaferð þessa stundina en Valencia mun ekki taka frekari þátt á undirbúningstímabilinu.
Mourinho gaf það einnig út að hann hefði áhuga á því að kalla Ashley Young til baka úr fríi til að leysa stöðu hægri bakvarðar.
Young spilaði með enska landsliðinu á HM í sumar en gæti nú snúið fyrr til æfinga en búist var við.