Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Manchester United, var fluttur á sjúkrahús fyrr á árinu eftir að hafa fengið heilablóðfall.
Ferguson er goðsögn í fótboltaheiminum en hann náði stórkostlegum árangri með United á sínum tíma en yfirgaf liðið árið 2013.
Skotinn þakkaði fyrir sig í dag en hann fór í aðgerð vegna heilablóðfalls í maí. Hann notaði tækifærið í dag og þakkaði fyrir þá meðhöndlun sem hann fékk á sjúkrahúsi.
,,Trúið mér, án fólksins sem sá um um mig þá væri ég ekki hérna í dag,“ sagði Ferguson á meðal annars í myndbandi sem Manchester United birti í dag.
Ferguson þakkar allan stuðninginn og kveðjurnar sem hann fékk á meðan hann barðist við veikindinn og sínum mönnum þá góðs gengins fyrir næsta keppnistímabil.
Það er ánægjulegt að sjá að Ferguson virðist hafa náð fullum bata enda hræðilegar fregnir sem fótboltinn fékk í maí.
Hér fyrir neðan má sjá þakkarkveðju Ferguson.
On Saturday 5 May, the football world was rocked by the news that Sir Alex Ferguson had undergone surgery for a brain haemorrhage.
Since then, the most successful manager in English football history has battled in a way only he knows how.
Today, we bring you a special message. pic.twitter.com/NgGejgM46e
— Manchester United (@ManUtd) 26 July 2018