fbpx
Miðvikudagur 28.maí 2025
Fréttir

„Við erum búin að ganga í gegnum helvíti“

Situr uppi með sárt ennið eftir viðskipti við Sverri Guðmundsson – Einhverfur sonur dauðhræddur

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 6. september 2016 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum búin að ganga í gegnum helvíti undanfarin ár og þetta var kornið sem fyllti mælinn. Óheppnin virðist elta okkur á röndum,“ segir einstæð þriggja barna móðir í Breiðholti sem segir farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti sín við Sverri Guðmundsson, sem áður hét Róbert Guðmundsson og DV fjallaði um í síðustu viku. Konan er öryrki og hafði mikið fyrir því að afla þess fjár sem þurfti til þess að ráðast í nauðsynlegt viðhald á fasteign hennar.

Konan fékk auglýsingu frá ALS Húsaþjónustu inn um bréfalúguna og hafði samband við Sverri. „Hann gerði okkur skriflegt tilboð í þakið og múr- og málningarvinnu. Tilboðið var hagstætt og við gengum að því,“ segir konan. Hún segir að nágrannar hafi fljótlega farið að kvarta undan framkomu Sverris en síðan hafi hann byrjað að hóta henni og sýnt ógnandi framkomu eftir að hún hafi neitað að borga honum hluta verksins fyrirfram. Hún hefur núna greitt verkið að fullu en situr uppi með illa unnið verk.

Óttast að þurfa að selja húsið

„Húsið mitt er illa farið og ég kvíði vetrinum vegna þess. Ég óttast það mest að ég neyðist hreinlega til þess að selja húsið vegna vangetu minnar til þess að halda því við. Ég á ekki meira fé til að leggja í viðhald þess,“ segir konan, sem vildi ekki koma fram undir nafni. Hún segist ekki óttast Sverri þrátt fyrir ítrekaðar hótanir hans en að framkoma hans hafi lagst illa í son hennar sem er einhverfur. „Hann heyrði öskrin í honum og er logandi hræddur við hann. Á hverju kvöldi athugar hann hvort að allar dyr séu læstar og upplifir mikla vanlíðan vegna framkomu þessa manns,“ segir konan.

Gluggaviðgerðir voru inni í tilboði Sverris til konunnar en eins og sjá má eru listarnir tættir og illa farnir eftir meinta viðgerð.
Illa unnið Gluggaviðgerðir voru inni í tilboði Sverris til konunnar en eins og sjá má eru listarnir tættir og illa farnir eftir meinta viðgerð.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Lætur sér ekki segjast þrátt fyrir dóm

Í helgarblaði DV var fjallað um ráðaleysi Málarameistarafélagsins gagnvart Sverri en kvörtunum vegna starfshátta hans og framkomu rignir inn til félagsins. Sverrir hét áður Róbert Guðmundsson og hann hefur hlotið 18 refsidóma hérlendis fyrir fjölbreytt brot. Hann hefur engin réttindi til þess að taka að sér verk sem málarameistari. Þann 21. maí 2015 var hann dæmdur fyrir brot á iðnaðarlögum með því að hafa á árunum 2011 til 2014 í atvinnuskyni rekið starfsemi löggiltra iðngreina án þess að hafa fengið til þess leyfi og án þess að hafa meistara til forstöðu þegar hann tók að sér margs konar verkefni og auglýsti starfsemina með opinberum hætti. Sverrir játaði sekt sína fúslega og var gert að greiða 80 þúsund krónur í sekt eða sæta fangelsi í sex daga.

Laug upp í opið geðið á blaðamanni

Í umfjöllun DV í síðustu viku sagðist Sverrir ekki taka að sér nein verkefni sem snúa að málningarvinnu. „Þetta er ekki rétt. Ég hef ekki tekið að mér nein málningarverkefni,“ sagði Sverrir og sagðist einungis auglýsa þá þjónustu sína að laga þakrennur fyrir fólk og önnur viðhaldsverkefni sem ekki krefjast löggildingar. „Það voru fjórir menn sem hringdu í gær og buðu mér málningarverkefni en ég neitaði þeim öllum. Ég má ekki taka að mér slík verk og þó að annað hafi verið á þessum miða þá get ég alveg neitað að taka að mér verkefni,“ sagði Sverrir við það tilefni.

Á þessari mynd má sjá hvernig frágangurinn er á þeim veggjum sem þó voru málaðir. Ekki er klárað að fara upp í horn og málningaslettur á þakinu.
Óvönduð vinnubrögð Á þessari mynd má sjá hvernig frágangurinn er á þeim veggjum sem þó voru málaðir. Ekki er klárað að fara upp í horn og málningaslettur á þakinu.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Ég varð afskaplega reið“

Sverrir og samstarfsmaður hans hófu verkið í Breiðholti fyrir rúmum tveimur vikum. Sama dag og fyrrnefnt samtal blaðamanns við Sverri átti sér stað þá var hann að mála hús konunnar í Seljahverfi. „Ég varð afskaplega reið þegar ég sá fréttina. Að hann skuli voga sér að segjast ekki taka að sér þannig verk þegar hann er sama dag að mála hjá mér,“ segir konan sem segir að Sverrir hafi verið í brjáluðu skapi þennan dag. „Hann öskraði á mig og mér var algjörlega nóg boðið og öskraði á móti. Því er ég ekki vön,“ segir konan. Að hennar sögn gekk Sverrir hart fram varðandi lokagreiðslu verksins sem var innt af hendi á föstudagsmorgni. „Hann er ansi bíræfinn því ég er með kvittanir fyrir öllu. Það var allt uppi á borðum í þessum viðskiptum,“ segir konan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Lítill hluti nemenda uppvís af því að reyna að senda miða á milli borða

Lítill hluti nemenda uppvís af því að reyna að senda miða á milli borða
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ekki hæfur til að vera úti meðal almennings – Kallaði lögreglumenn „aumingja“ og „fagga“

Ekki hæfur til að vera úti meðal almennings – Kallaði lögreglumenn „aumingja“ og „fagga“
Fréttir
Í gær

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt
Fréttir
Í gær

Rifbreinsbraut konu og stal af henni símanum

Rifbreinsbraut konu og stal af henni símanum