James Milner, leikmaður Liverpool, er mikill skemmtikraftur á Twitter og setur reglulega inn fyndin tíst.
Milner hefur oft verið ásakaður um það að vera mjög leiðinlegur og þess vegna var aðgangurinn ‘Boring James Milner’ búinn til.
Milner bjó síðar til sinn eigin aðgang og hefur í raun afsannað það að hann sé með mjög svæfandi persónuleika.
Færsla Milner á Twitter í dag er ansi góð en þar má sjá hann leika sér með bolta fyrir framan flugvél bandaríska flughersins.
Flugi Liverpool var seinkað og fær Milner því að spila fyrir framan næst dýrustu vörn heims.
Milner gerir þar grín að eyðslu Liverpool en félagið eyddi hárri upphæð í að kaupa þá Alisson og Virgil van Dijk á meðal annars.
Delayed flight means I got to play just in front of the second most expensive defence in the world #vvd #stopsanything pic.twitter.com/bk0abWOL7d
— James Milner (@JamesMilner) 25 July 2018