Jose Mourinho, stjóri Manchester United, hefur áhyggjur af leikmannahóp liðsins fyrir fyrstu leiki tímabilsins gegn Leicester og Brighton.
Margar stjörnur United eru enn ekki mættar til æfinga eftir að hafa spilað á HM í Rússlandi í sumar.
,,Fyrsti leikurinn er gegn Leicester og annar leikurinn gegn Brighton,“ sagði Mourinho.
,,Þegar ég horfi á Leicester þá voru bara Harry Maguire og Jamie Vardy sem spiluðu í lokakeppni HM.“
,,Ef þú berð saman liðin þá er það augljóst hver er í betri stöðu en annað liðið er með leikmenn sem hafa unnið hart undanfarnar sex vikur.“
,,Ef þú horfir á Brighton þá held ég að enginn þeirra leikmaður hafi misst af undirbúningstímabilinu. Þetta er ekki draumastaða fyrir okkur.“