Heerenveen í Hollandi hefur keypt Orra Hrafn Kjartansson af Fylki. Þetta staðfest félagið í dag.
Orri er efnilegur leikmaður en hann gerir þriggja ára samning við Heerenveen sem er stórt lið í Hollandi.
Orri er fæddur árið 2002 og spilaði hann sinn fyrsta meistaraflokksleik þann 5. febrúar síðastliðinn.
Af heimasíðu Fylkis:
Orri Hrafn Kjartansson leikmaður Fylkis hefur verið seldur til Sc Heerenveen í Hollandi, samningur Orra er til 3ja ára.
Orri sem er fæddur 2002 er uppalinn í Fylki skrifaði undir samning við Fylki nýlega en nú fer hann og reynir fyrir sér erlendis.
Orri spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik á afmælisdegi sínum 5.febrúar þegar hann kom inná í Reykjavíkurmótinu á þessu ári. Orri á einnig leiki með yngri landsliðum.
Við óskum Orra góðs gengis og hlökkum til að fylgjast með honum og sjá hann aftur í ORANGE í framtíðinni.