FIFA hefur opinberað hvaða tíu knattspyrnuleikmenn komi til greina sem leikmaður ársins.
FIFA mun velja einn leikmann bestan á árinu og skoðar nú tíu möguleika en allir leikmennirnir stóðu sig vel fyrir sín landslið og félagslið.
Bæði Cristiano Ronaldo og Lionel Messi fá pláss á listanum en þeir hafa einnig skipt á milli sín Ballon d’Or verðlaunum undanfarin ár.
Harry Kane, Mohamed Salah, Kevin de Bruyne og Eden Hazard eru þeir leikmenn á Englandi sem eru tilnefndir.
Luka Modric, leikmaður Króata, fær einnig sæti sem og heimsmeistararnir Antoine Griezmann, Raphael Varane og Kylian Mbappe.
Hér má sjá listann í heild sinni.
Þeir tíu sem tilnefndir eru sem besti leikmaður ársins:
Cristiano Ronaldo
Kevin De Bruyne
Antoine Griezmann
Eden Hazard
Harry Kane
Kylian Mbappe
Lionel Messi
Luka Modric
Mohamed Salah
Raphael Varane