Bakvörðurinn Felix Örn Friðriksson hefur gert samning við danska félagið Vejle. Þetta staðfesti ÍBV í dag.
Eins og við greindum frá fyrr í vikunni var Vejle að tryggja sér Felix sem hefur verið fastamaður í Eyjum.
Þessi 19 ára gamli leikmaður gerir lánssamning við Vejle sem leikur í dönsku úrvalsdeildinni.
Fréttatilkynning ÍBV:
Hinn 19 ára leikmaður ÍBV, Felix Örn Friðriksson, hefur verið lánaður til Veijle Boldklub í Danmörku á leiktímabílinu 2018/19.
Felix hefur gengt stöðu vinstri bakvarðar hjá ÍBV síðustu ár en þrátt fyrir ungan aldur á hann að baki 55 leiki með meistaraflokki ÍBV og eitt mark, tvo A-landsleiki, 8 með U-21 og 10 með U-17. IBV óskar honum góðs gengis hjá nýju félagi.