Fyrr í kvöld var greint frtá því að miðjumaðurinn Malcom væri að ganga í raðir Roma frá Bordeaux.
Malcom var á leið upp í flugvél til Ítalíu þar sem hann átti að gangast undir læknisskoðun í Róm.
Bordeaux hætti hins vegar við á síðustu stundu eftir að hafa fengið símtal frá spænska stórliðinu Barcelona.
Barcelona sýndi leikmanninum áhuga á síðustu stundu þegar allt bendi til þess að hann væri að semja við Roma.
Bordeaux gaf frá sér tilkynningu í kvöld þar sem félagið staðfesti samkomulag við Roma.
Stuðningsmenn Roma voru mættir út á flugvöll til að taka á móti Malcom en hann lét á endanum ekki sjá sig.