

Lið Arsenal á Englandi hefur verið duglegt á leikmannamarkaðnum í sumar og hefur fengið til sín fimm leikmenn.
Unai Emery tók við liðinu í suamr en hann ætlar sér stóra hluti á næstu leiktíð og er að byggja upp nýjan hóp.
Steven N’Zonzi, leikmaður Sevilla, er á óskalista Emery en hann hefur reynt við miðjumanninn í allt sumar.
Vandamálið er verðmiðinn á leikmanninum en Sevilla vill fá 40 milljónir evra fyrir Frakkann.
Arsenal reynir þessa stundina að tala Sevilla til og vill að félagið lækki verðmiðann. N’Zonzi kom til Sevilla fyrir um fimm milljónir evra frá Stoke árið 2015.
Emery er sannfærður um að Sevilla muni á endanum lækka verðmiðann en hann þekkir vel til félagsins eftir að hafa unnið þar í þrjú ár.