Andrea Pirlo, fyrrum leikmaður Juventus, lagði skóna á hilluna á síðasta ári eftir dvöl í Bandaríkjunum.
Pirlo endaði ferilinn hjá New York City í MLS-deildinni en hann hafði fyrir það verið frábær fyrir bæði Juventus og AC Milan.
Pirlo er af mörgum talinn einn hæfileikaríkasti miðjumaður sögunnar en hann vann ófá verðlaun á ferlinum.
Pirlo er nú kominn í nýtt starf en hann hefur verið ráðinn sem sparkspekingur fyrir Sky á Ítalíu.
Pirlo þekkir leikinn inn og út og mun fjalla um ítalska boltann á næstu leiktíð ásamt mörgum góðum.
Á meðal þeirra sem Pirlo mun vinna með er hans fyrrum liðsfélagi hjá Juventus, Alessandro Del Piero.
Pirlo greindi sjálfur frá þessu á Twitter en færslu hans má sjá hér fyrir neðan.
Nuova avventura.. in famiglia #sky @SkySport pic.twitter.com/WmHqxTrDmN
— Andrea Pirlo (@Pirlo_official) 23 July 2018