fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Mun lækka verð á Apple-vörum

– Smásölurisinn inn á raftækjamarkaðinn sem veltir tugum milljarða – „Margir mættu hafa áhyggjur

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 4. september 2016 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við teljum að Costco muni hafa töluverð áhrif á Apple-markaðinn hér heima því þetta er svo stór risi og stefna hans er að bjóða hágæða vörumerki á góðu verði,“ segir Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri hugbúnaðar- og greiningarfyrirtækisins Zenter, sem vann í vor skýrslu um áhrif verslunarreksturs Costco á íslenskan markað. Trausti segir smásölurisann leita eftir hagstæðasta innkaupsverðinu á raftækjum og öðrum vörum, hvort sem það sé hér á landi eða annars staðar.

„Það sem Costco gerir er að finna hagstæðasta verðið á Evrópska efnahagssvæðinu. Samkvæmt lögum um samhliða innflutning þurfa þeir aftur á móti ekki að versla við aðila sem eru með umboð fyrir ákveðna vöru ef þeir finna lægra verð með öðrum leiðum,“ segir Trausti.

Heimsóttu Costco

Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Zenter.
Unnu skýrsluna Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Zenter.

Líkt og komið hefur fram telur Zenter að innkoma Costco muni hafa víðtæk áhrif á fjölda íslenskra fyrirtækja og markaðinn hér heima. Starfsmenn fyrirtækisins heimsóttu verslanir Costco í Bretlandi og var í skýrslunni einblínt á möguleg áhrif á matvörumarkað og eldsneytissölu hér á landi. Ekki var gerð sérstök greining á mögulegum áhrifum á íslenska raftækjamarkaðinn sem veltir tugum milljarða króna á ári.

„Við gerðum stutta lýsingu á mörkuðunum sem Costo er inni á og fórum ekki í raftækjamarkaðinn en Costco er með gæðamerki en fáar tegundir. Þeir selja til að mynda Apple-vörur, Sony og fleira. Við skoðuðum verðið úti og meðal annars kom í ljós að hægt var að fá lægra verð í Costco en á Ebay,“ segir Trausti.

„Um 25% af vöruúrvali Costco fellur undir sérstakan afsláttarflokk og þar má finna Apple-vörur eins og Ipad og tölvur en einnig myndavélar á sérstöku tilboði. Við höfum ekki sett okkur í samband við raftækjaverslanir en við munum heyra í þeim svo þau átti sig betur á hugmyndinni að baki Costco og mögulegum áhrifum.“

Íslenskt viðmót

Bjarni Ákason, eigandi og framkvæmdastjóri Epli.
Umboðsaðilinn Bjarni Ákason, eigandi og framkvæmdastjóri Epli.

Bjarni Ákason, eigandi og framkvæmdastjóri Epli, sem er umboðsaðili Apple á Íslandi, telur líklegt að það verði hagstæðara fyrir Costco að kaupa Apple-vörur af fyrirtæki hans.

„Ég fór sjálfur á sínum tíma til Watford og skoðaði þessa verslun sem er fyrirmynd þeirrar sem á að setja upp hér á Íslandi. Þar var eitthvað úrval af Apple-vörum en ég hef svo sem ekki áhyggjur af því. Ég geri ráð fyrir að við verðum birgir fyrir þá. Við erum með íslensk lyklaborð sem eru fyrir íslenska markaðinn og ég held að það yrði ekki hagkvæmara fyrir þá að leita annað. En eftir að hafa skoðað þetta held ég að margir mættu hafa áhyggjur. Til dæmis þeir sem eru í þessum raftækjageira og stórar keðjur eins og IKEA,“ segir Bjarni.

Framkvæmdastjórinn útskýrir að sem umboðsaðili sé Epli annars vegar með svokallaðan dreifingarsamning við Apple. Fyrirtækið sjái einnig um markaðssetningu á vörunum hér á landi.

„Svo erum við með þjónustusamning og gerum við tækin og til dæmis þjónustum þá sem kaupa Apple-vörur í útlöndum. Við erum með tvær verslanir en mjög stórt dreifingarkerfi þar sem fyrirtæki eru að kaupa af okkur. Við erum oftast með svipað verð og í Skandinavíu því þar er virðisaukaskattskerfið lókt því sem er hér. Álagningin í þessum geira er svipuð og Costco mun koma til með að greiða sama virðisaukaskatt og aðrir,“ segir Bjarni.

Lausleg verðathugun DV sýnir að fjórða kynslóð Apple TV, með 32 gígabæta vinnsluminni, kostar rúmar 19 þúsund krónur hjá Costco í Bretlandi. Sama vara er seld á 26.990 krónur í verslunum hér á landi. Iphone 6s Plus, með 128 gígabæta geymsluminni, kostar 118 þúsund í Costco en rétt tæpar 175 þúsund krónur hér á landi. Costco rukkar 285 þúsund krónur fyrir Macbook Pro-ferðatölvu, með 15 tommu Retina-skjá og 512 gígabæta geymsluminni, en verðið er 470 þúsund krónur hér á landi. Taka ber fram að verð Costco miðast við gengi breska pundsins í gær, fimmtudag. Pundið hefur fallið um 20% síðan um áramót. Einnig þarf að taka tillit til tolla hér á landi, álagningu virðisaukaskatts og flutningsgjalda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu
Fréttir
Í gær

Uppnám í vél Play frá Madrid þegar meint burðardýr veiktist – Urðu að lenda í skyndi í Dublin

Uppnám í vél Play frá Madrid þegar meint burðardýr veiktist – Urðu að lenda í skyndi í Dublin
Fréttir
Í gær

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife
Fréttir
Í gær

Björn tjáir sig um stöðu Gyllta kattarins og hvort Degi sé um að kenna – „Eins og þegar ég hrasaði á gangstéttarhellu við ráðhúsið fyrir tveimur árum“

Björn tjáir sig um stöðu Gyllta kattarins og hvort Degi sé um að kenna – „Eins og þegar ég hrasaði á gangstéttarhellu við ráðhúsið fyrir tveimur árum“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í búningsklefa í Reykjavík

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í búningsklefa í Reykjavík